Pastasalat

Pastasalat

Pastasalat

Í þetta salat má nota hvaða pastategund sem er eða blanda þeim saman eins og ég gerði. Pastasalatið getur bæði verið meðlæti eða stakur réttur borinn fram með hvítlauksbrauði. Þeir sem eiga ferska mintu nota hana frekar en þurrkaða. 

ÍTALÍAPASTASALÖT

.

Pastasalat

2-3 bollar pasta

6 tómatar

1/2 rauðlaukur

5 cm blaðlaukur (ca)

200 g mozzarellaostur – í pokum með vatni í

1 msk rauðvínsedik

1 dl góð olía

smá chili

svartar og grænar ólífur að vild

1 msk þurrkuð minta

grænmetiskraftur

salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Skolið. Setjið í skál, bætið við gróft skornum tómötum, söxuðum rauðlauk, blaðlauk og mozzarellaosti. Og því næst rauðvínediki, chili, ólífum, mintu, grænmetiskrafti, salti og pipar. Látið salatið standa í einn klukkutíma eða tvo við stofuhita áður en það er borið fram.

FLEIRI PASTARÉTTIR

ÍTALÍAPASTASALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.