Pastasalat

Pastasalat

Pastasalat

Í þetta salat má nota hvaða pastategund sem er eða blanda þeim saman eins og ég gerði. Pastasalatið getur bæði verið meðlæti eða stakur réttur borinn fram með hvítlauksbrauði. Þeir sem eiga ferska mintu nota hana frekar en þurrkaða. 

ÍTALÍAPASTASALÖT

.

Pastasalat

2-3 bollar pasta

6 tómatar

1/2 rauðlaukur

5 cm blaðlaukur (ca)

200 g mozzarellaostur – í pokum með vatni í

1 msk rauðvínsedik

1 dl góð olía

smá chili

svartar og grænar ólífur að vild

1 msk þurrkuð minta

grænmetiskraftur

salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Skolið. Setjið í skál, bætið við gróft skornum tómötum, söxuðum rauðlauk, blaðlauk og mozzarellaosti. Og því næst rauðvínediki, chili, ólífum, mintu, grænmetiskrafti, salti og pipar. Látið salatið standa í einn klukkutíma eða tvo við stofuhita áður en það er borið fram.

FLEIRI PASTARÉTTIR

ÍTALÍAPASTASALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

Sólberjasulta

Sólber Sólberjasulta

Sólberjasulta. Mikið óskaplega eru sólber bragðgóð og holl. Þegar við erum duglegir að tína sólber, þá sultum við úr hluta og pressum safann úr restinni af berjunum(og öðrum berjum) og frystum í klakapokum – klakana notum við svo í búst. Hratið má t.d. þurrka og blanda saman við múslí. Þeir sem ekki eiga berjapressu geta auðvitað soðið berin ásamt sykri, sítrónu og salti og pressað svo í gegnum sigti eða grisju.