Sumarsalat

Sumarsalat grænmeti tómatar gulrætur grillmatur
Sumarsalat

Sumarsalat

Nú eru komnir safamiklir tómatar í búðir, þá er upplagt að nota í sumarsalöt. Salat eins og þetta getur auðveldlega staðið sem sér réttur. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast í sumarfötin…. Uppistaðan í þessu salati eru tómatar, rauðlaukur, maísbaunir(sem pabbi kallar hænsnafóður), paprika og ferskt kóriander.

Dressingin er ca svona:

1 dl góð olía

1 tsk teriaki sósa

1 msk ferskur sítrónusafi

1 tsk sterkt sinnep

1 msk ferskur appelsínusafi

2 msk vatn

smá salt og pipar

Hristið saman og hellið yfir salatið skömmu áður en það er borið fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.

Fyrri færsla
Næsta færsla