
Sumarsalat
Nú eru komnir safamiklir tómatar í búðir, þá er upplagt að nota í sumarsalöt. Salat eins og þetta getur auðveldlega staðið sem sér réttur. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast í sumarfötin…. Uppistaðan í þessu salati eru tómatar, rauðlaukur, maísbaunir(sem pabbi kallar hænsnafóður), paprika og ferskt kóriander.
Dressingin er ca svona:
1 dl góð olía
1 tsk teriaki sósa
1 msk ferskur sítrónusafi
1 tsk sterkt sinnep
1 msk ferskur appelsínusafi
2 msk vatn
smá salt og pipar
Hristið saman og hellið yfir salatið skömmu áður en það er borið fram.