
Asískur kjúklingur með engifersósu
Held ég sé í engifervímu þessar vikurnar, ég set engifer í morgunbústið, í kökur, já bara í allan mat….
Þó það segi að marineringin eigi að maukast í matvinnsluvél þá má vel saxa grænmetið og blanda því saman í skál áður en kjúklingurninn er settur saman við. Kjúklingurinn var borinn fram með góðu hrásalati og snittubrauði.
— KJÚKLINGUR — ENGIFER —
.
Asískur kjúklingur með engifersósu
6 kjúklingalæri
1/2 laukur
1 gulrót
ca 100 g sæt kartafla
safi úr 1 1/2 sítrónu
7 hvítlauksrif
3-4 cm engifer
1/2 ds kókosmjólk
2 msk fiskisósa
3 tsk soyasósa
1 msk edik
2/3 dl hunang
pipar.
Setjið lauk, gulrót, kartöflu, sítrónusafa, hvítlauk, engifer, kókosmjólk, fiskisósu, soyasósu, edik, hunang og pipar í matreiðsluvél og maukið. Úrbeinið kjúklingalærin og setjið í skál, blandið kókosmjólkursoppunni saman við og látið standa í amk 3 klst. Eldið í 175° heitum ofni í um 45 mín, eða þangað til kjúklingurinn er full eldaður.


—