Blinis með kavíarþrennu

SMÁRÉTTIR Blinis með kavíarþrennu sýrður rjómi hrogn blínis kavíar Anna Júlíanna SVeinsdóttir
Blinis með kavíarþrennu

Blinis eru litlar lummur oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi.

En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.

.

BLINISKAVÍARSMÁRÉTTIR

.

Blinis

1 b hveiti

1/2 tsk salt

1 egg

2 msk góð olía

2/3 b mjólk

1/2 tsk lyftiduft

Blandið öllu saman og steikið blinis (litlar lummur) á pönnu. Látið kólna.

Berið fram með sýrðum rjóma og hrognum. Sjá myndir

Blinis með kavíarþrennu Anna Júlíanna SVeinsdóttir
Blinis með kavíarþrennu
Blinis
Blinis

.

BLINISKAVÍARSMÁRÉTTIR

BLINIS MEÐ KAVÍARÞRENNU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum. Það er einkar ljúffengt að fá lítinn bita með góðum kaffibolla að lokinni máltíð. Hampfræ eru uppfullar af próteini og teljast ofurfæða

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

Sérvéttumenning á mjög lágu stigi

Guðrún Á. Símonar vissi hvað hún söng, henni er ekki skemmt eins og sjá má í meðfylgjandi grein sem hún fékk birta í Morgunblaðinu í janúar 1968. „Því miður er sérvéttumenning á mjög lágu stigi hérna." Á hálfri öld hefur fjölmargt breyst bæði hvað varðar munnþurkur og borðsiði

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.