Asískur kjúklingur með engifersósu

Asískur kjúklingur með engifersósu góður kjúklingaréttur engifer fiskisósa kókosmjólk Fríður ósk kjartansdóttir
Fríður Ósk Kjartansdóttir fær sér asískan kjúkling með engifersósu

Asískur kjúklingur með engifersósu

Held ég sé í engifervímu þessar vikurnar, ég set engifer í morgunbústið, í kökur, já bara í allan mat….

Þó það segi að marineringin eigi að maukast í matvinnsluvél þá má vel saxa grænmetið og blanda því saman í skál áður en kjúklingurninn er settur saman við. Kjúklingurinn var borinn fram með góðu hrásalati og snittubrauði.

KJÚKLINGUR — ENGIFER

.

Asískur kjúklingur með engifersósu

6 kjúklingalæri

1/2 laukur

1 gulrót

ca 100 g sæt kartafla

safi úr 1 1/2 sítrónu

7 hvítlauksrif

3-4 cm engifer

1/2 ds kókosmjólk

2 msk fiskisósa

3 tsk soyasósa

1 msk edik

2/3 dl hunang

pipar.

Setjið lauk, gulrót, kartöflu, sítrónusafa, hvítlauk, engifer, kókosmjólk, fiskisósu, soyasósu, edik, hunang og pipar í matreiðsluvél og maukið. Úrbeinið kjúklingalærin og setjið í skál, blandið kókosmjólkursoppunni saman við og látið standa í amk 3 klst. Eldið í 175° heitum ofni í um 45 mín, eða þangað til kjúklingurinn er full eldaður.

FLEIRI KJÚKLINGARÉTTIR

Asískur kjúklingur með engifersósu tæland tælenskur matur
Asískur kjúklingur með engifersósu
Asískur kjúklingur með engifersósu Fríður Ósk Kjartansdóttir
Asískur kjúklingur með engifersósu

— ASÍSKUR KJÚKLINGUR MEÐ ENGIFERSÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref