Spaghetti með hvítlauk og chili

Spaghetti með hvítlauk og chili
Spaghetti með hvítlauk og chili

Spaghetti með hvítlauk og chili

Þegar maður kemur þreyttur og glorhungraður heim, er stundum eins og ekkert sé til. En viti menn, í flestum eldhúsum er hægt að finna spaghetti, hvítlauk, chili flögur, olíu og pipar, líka þegar ekkert er til! Ef maður hefur þolinmæði til að þrauka í korter verður kominn ljúffengur herramannsmatur á borðið. Þessi ítalski „spaghetti aglio, olio, e peperoncino“ réttur er sáraeinfaldur, en um leið svo hræódýr að hann er oft kallaður stúdentafóður.

.

SPAGHETTIPASTARÉTTIRÍTALÍAHERRAMANNSMATUR

.

Spaghetti með hvítlauk og chili

400 g soðið spaghetti al dente

marin hvítlauksrif, magn eftir smekk 2-10 (!)

1/2 tsk marðar chili flögur

1 dl jómfrúarolía

svartur pipar, nokkrir hnífsoddar

steinselja til skrauts

Sjóðið spaghetti í saltvatni eftir leiðbeiningum. Verið nákvæm og fylgist vel með. Oft var þörf, en nú er nauðsyn að það sé al dente (þétt undir tönn en ekki hart), því að ofsoðið og blautt spaghetti spillir ánægjunni greypilega, jafnvel þótt maður sé sársvangur. Rennið gaffli nokkrum sinnum í gegnum pastað, klessuspaghetti er nefnilega leiðinleg steypa. Hellið því í sigti, látið kalt vatn buna smástund yfir og leyfið að renna vel af því.

Steikið hvítlauk og chili flögur ásamt örlitlum pipar í olíunni, skellið pastanu út í og blandið vel, svo að það taki í sig bragðið. Stráið steinselju yfir diskinn, beint úr glugganum, segi svona. Eccola! Er til brauð? Ennþá betra. Gamalt og þreytt? Það má líka steikja upp úr hvítlauksolíu. Herramannsmatur!

.

Spaghetti með hvítlauk og chili
Spaghetti með hvítlauk og chili

.

SPAGHETTIPASTARÉTTIRÍTALÍAHERRAMANNSMATUR

SPAGHETTI MEÐ HVÍTLAUK OG CHILI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.

Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir

Borðsiðir fyrir börn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft eins og sagt er. Mikilvægast af öllu í uppeldi er að sleppa því sem við viljum ekki að börnin okkar geri. Það er aldrei of snemmt að kenna börnum borðsiði. Við verðum samt að hafa í huga að börn eru börn og gera verður kröfur til þeirra eftir því. Ef illa gengur er ekki vitlaust að taka upp einhvers konar umbunarkerfi.

Marokkóskur lambapottréttur

Marokkó lamb

Marokkóskur lambapottréttur. Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. En..