Spaghetti með hvítlauk og chili

Spaghetti með hvítlauk og chili
Spaghetti með hvítlauk og chili

Spaghetti með hvítlauk og chili

Þegar maður kemur þreyttur og glorhungraður heim, er stundum eins og ekkert sé til. En viti menn, í flestum eldhúsum er hægt að finna spaghetti, hvítlauk, chili flögur, olíu og pipar, líka þegar ekkert er til! Ef maður hefur þolinmæði til að þrauka í korter verður kominn ljúffengur herramannsmatur á borðið. Þessi ítalski „spaghetti aglio, olio, e peperoncino“ réttur er sáraeinfaldur, en um leið svo hræódýr að hann er oft kallaður stúdentafóður.

.

SPAGHETTIPASTARÉTTIRÍTALÍAHERRAMANNSMATUR

.

Spaghetti með hvítlauk og chili

400 g soðið spaghetti al dente

marin hvítlauksrif, magn eftir smekk 2-10 (!)

1/2 tsk marðar chili flögur

1 dl jómfrúarolía

svartur pipar, nokkrir hnífsoddar

steinselja til skrauts

Sjóðið spaghetti í saltvatni eftir leiðbeiningum. Verið nákvæm og fylgist vel með. Oft var þörf, en nú er nauðsyn að það sé al dente (þétt undir tönn en ekki hart), því að ofsoðið og blautt spaghetti spillir ánægjunni greypilega, jafnvel þótt maður sé sársvangur. Rennið gaffli nokkrum sinnum í gegnum pastað, klessuspaghetti er nefnilega leiðinleg steypa. Hellið því í sigti, látið kalt vatn buna smástund yfir og leyfið að renna vel af því.

Steikið hvítlauk og chili flögur ásamt örlitlum pipar í olíunni, skellið pastanu út í og blandið vel, svo að það taki í sig bragðið. Stráið steinselju yfir diskinn, beint úr glugganum, segi svona. Eccola! Er til brauð? Ennþá betra. Gamalt og þreytt? Það má líka steikja upp úr hvítlauksolíu. Herramannsmatur!

.

Spaghetti með hvítlauk og chili
Spaghetti með hvítlauk og chili

.

SPAGHETTIPASTARÉTTIRÍTALÍAHERRAMANNSMATUR

SPAGHETTI MEÐ HVÍTLAUK OG CHILI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.