Spaghetti með hvítlauk og chili

Spaghetti með hvítlauk og chili
Spaghetti með hvítlauk og chili

Spaghetti með hvítlauk og chili

Þegar maður kemur þreyttur og glorhungraður heim, er stundum eins og ekkert sé til. En viti menn, í flestum eldhúsum er hægt að finna spaghetti, hvítlauk, chili flögur, olíu og pipar, líka þegar ekkert er til! Ef maður hefur þolinmæði til að þrauka í korter verður kominn ljúffengur herramannsmatur á borðið. Þessi ítalski „spaghetti aglio, olio, e peperoncino“ réttur er sáraeinfaldur, en um leið svo hræódýr að hann er oft kallaður stúdentafóður.

.

SPAGHETTIPASTARÉTTIRÍTALÍAHERRAMANNSMATUR

.

Spaghetti með hvítlauk og chili

400 g soðið spaghetti al dente

marin hvítlauksrif, magn eftir smekk 2-10 (!)

1/2 tsk marðar chili flögur

1 dl jómfrúarolía

svartur pipar, nokkrir hnífsoddar

steinselja til skrauts

Sjóðið spaghetti í saltvatni eftir leiðbeiningum. Verið nákvæm og fylgist vel með. Oft var þörf, en nú er nauðsyn að það sé al dente (þétt undir tönn en ekki hart), því að ofsoðið og blautt spaghetti spillir ánægjunni greypilega, jafnvel þótt maður sé sársvangur. Rennið gaffli nokkrum sinnum í gegnum pastað, klessuspaghetti er nefnilega leiðinleg steypa. Hellið því í sigti, látið kalt vatn buna smástund yfir og leyfið að renna vel af því.

Steikið hvítlauk og chili flögur ásamt örlitlum pipar í olíunni, skellið pastanu út í og blandið vel, svo að það taki í sig bragðið. Stráið steinselju yfir diskinn, beint úr glugganum, segi svona. Eccola! Er til brauð? Ennþá betra. Gamalt og þreytt? Það má líka steikja upp úr hvítlauksolíu. Herramannsmatur!

.

Spaghetti með hvítlauk og chili
Spaghetti með hvítlauk og chili

.

SPAGHETTIPASTARÉTTIRÍTALÍAHERRAMANNSMATUR

SPAGHETTI MEÐ HVÍTLAUK OG CHILI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Karrýsteikt hvítkál

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var "hrásalat" Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017. Markmið síðasta árs var að birta borðsiðafærslur(kurteisisfærslur) á blogginu einu sinni í viku - allt árið. Markmið þessa árs er að fá 52 til að útbúa góðgæti fyrir bloggið og birta hér myndir og uppskriftir. Gestabloggararnir fá alveg frjálsar hendur, sumir útbúa einn rétt, aðrir eru með kaffiboð og sumir með matarboð.

Það er sem sé kominn sérhnappur með gestabloggurum