Auglýsing
Bananabrauð með sunnudagskaffinu Gunnars í Sjólyst Gunnar Þorsteinn Halldórsson Sjólyst Fáskrúðsfjörður
Bananabrauð

Bananabrauð með sunnudagskaffinu

Mig langaði í eitthvað með sunnudagskaffinu, en ekki hefðbundna sæta köku. Hóf tilraunina með því að mauka þreytta banana. Síðan setti ég olíu og mjólk út í. Þar með var kominn blautur grunnur og þá tók við hitt og þetta sem ég fann í skápunum og áleit að frumurnar myndu kætast við.

Þegar brauðið var tilbúin örkuðum við félagar til Gunnars Þorsteins vinar okkar (Gunnars í Sjólyst) og buðum honum í kaffi (við minntum svolítið á skvísurnar í Aðþrengdum eiginkonum sem færa hver annarri bökur við ýmis tækifæri).  Gunnar er önnum kafinn gistihúsaeigandi og þáði kærkomna kaffipásu.

BANANABRAUÐBANANARSJÓLYST

Bananabrauð

2 þroskaðir, maukaðir bananar

1/2 tsk salt

3 msk haframjólk

1 msk ólífuolía

1/2 b döðlur

1/2 b haframjöl

1/2 b kókos

1/2 b valhnetur

1 msk vanilla

2 msk hnetusmjör

2 msk goji ber

Skraut: ristaðar furuhnetur

Hitið ofn í 200°C. Maukið banana og þeytið þá í hrærivél ásamt salti, mjólk og olíu. Klippið döðlur smátt út í, blandið öllu öðru saman við og setjið í ferhyrnt form (t.d. 15×25 sm) með bökunarpappír. Bakið í 30 mín., takið úr ofninum og þjappið ristuðum furuhnetum ofan á. Bakið áfram í 15 mín., eða þar til gumsið er orðið þétt. Kaffi? Já, eða sítrónumelissu- og lindiblómate, sem sýrir ekki líkamann eins og kaffið.

Bananabrauð
Albert, Gunnar Þorsteinn og Bergþór
Auglýsing