Kvenfélagið Snót – stórafmæliskaffiveisla

Gleym mér ei tertan Franska súkkulaðikakan frönsk súkkulaðiterta Marsipanterta með amarettofrómas marsipan frómas tertaKvenfélagskonur á Drangsnesi kvenfélag drangsnes
Kvenfélagskonur á Drangsnesi. Standandi: Ísabella Benediktsdóttir, Eva Katrín Reynisdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Jenný Jensdóttir. sitjandi eru Guðbjörg K. Karlsdóttir, Auður Höskuldsdóttir formaður og Patricia Ann Búrkína

Konur í Kvenfélaginu Snót á Drangsnesi héldu upp á 95 ára afmæli félagsins á sunnudaginn. Starfsemi kvenfélagskvenna og framlag þeirra til samfélaga sinna fer sjaldnast hátt, en mikilvægt er það og hefur alla tíð verið. Það var afar létt yfir hópnum og bæði fróðlegt og skemmtilegt að fræðast um sögu staðarins bæði fyrr og nú. Það þarf nú varla að taka það fram að í afmælisveislunni, sem var hjá Jennýju Jensdóttur, toppaði hver tertan aðra.

Jenný bauð kvenfélagskonunum heim og hafði veg og vanda af kaffinu

Meðal þess sem kvenfélagskonur taka sér fyrir hendur er sjávarréttasmakkið á Bryggjuhátíðinni, sem er bæjarhátíðin þeirra. „Sjávarréttasmakkið var alveg frítt fyrir alla og fyrir marga hápunktur hátíðarinnar. Sjómennirnir redduðu okkur hráefni sem við svo unnum úr. Margt var hefðbundinn gamall matur en svo var hellingur sem bara réðst af hráefninu og hugmyndafluginu.” segir Jenný og bætir við að oft hafi verið farið í útilegur á sumrin með fjölskyldurnar.
Kvenfélagið Snót sér oftast um þær fáu erfidrykkjur sem eru á Drangsnesi og notar það fé sem safnast til að styrkja þá sem þurfa.

.

KVENFÉLÖG — DRANGSNESTERTURSNICKERS — MARENGS —  DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTURBAILEYSFRÓMASAMARETTO

.

Hnetumarengs

Hnetumarengs

3 eggjahvítur
150 gr sykur
70 gr súkkulaðispænir
100 gr brytjaðar hnetur

Ég geri 2 hringi á smjörpappír á bökunarplötu. Ekkert mjög stóra.
Baka rúman klukkutíma á 120 til 130 gráðum.

1 stórt stk snickers brytjað og sett út í pela af þeyttum rjóma.
Sett á milli botnanna.
Ofan á er sett brætt snickers og rjómi.

Marsipanterta með amarettofrómas

Marsipanterta með amarettofrómas

180 gr sykur
4 egg
2 tsk lyftiduft
80 gr hveiti
50gr kartöflumjöl

(Læt súkkulaðispæni í neðri botninn)
Bakað í 2 tertuformum ca 24 cm.

Fromage
3 egg
150 gr sykur
Þeytt mjög vel.
Ca 3 dl rjómi -þeyttur
7 blöð matarlím
3/4 dl Amaretto líkjör
Bræði matarlímið í líkjörnum yfir vatnsbaði.
Þegar frómasið er farið að stífna er það sett á neðri botninn sem búið
er að bleyta í með perusafa. Þá er hinn botninn settur yfir og þeyttur
rjómi látinn hylja alla kökuna.
Útflatt marsipan sett yfir kökuna og skreytt að vild.

Franska súkkulaðikakan

Franska súkkulaðikakan

Þetta var bara þessi hefðbundna franska
4 egg
2 dl sykur

200 g suðusúkkulaði
200 g smjör
Brætt saman og bætt í eggjahræruna.

Bakað við 150 í ca 30 mín.

Ofaná setti ég bráðið rommy súkkulaði 2 pakka.

Gleym mér ei tertan

Gleym mér ei tertan

1 stk svampbotn með brytjuðu súkkulaði/súkkulaðispæni

1 marengs
170 g sykur
3 eggjahvítur
Þeytt vel og sett í form eða á plötu sama stærð og svampbotninn.
Bakað við 140 gráður ca 1 klst.

Brytjaðar makkarónukökur settar á svampbotninn og bleytt vel með Baileys.
Þeyta ca 6 dl rjóma. Taka helming frá til að smyrja á hliðarnar.
Blanda dágóðum slatta af bláberjum saman við rjóma og sett ofan á
makkarónukökurnar. Marengsinn látinn ofan á rjómann og svo rjóma smurt á hliðarnar.
Þá er brætt saman suðusúkkulaði,baylis og rjóma og látið ofan á kökuna.
Má alveg skreyta með berjum ef vill.

.

KVENFÉLÖG — DRANGSNESTERTURSNICKERS — MARENGS —  DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTURBAILEYSFRÓMASAMARETTO

KVENFÉLAGIÐ SNÓT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.