Eplasósa með salatinu. Stundum verður maður þreyttur á olíu/vinegrettusalatdressingunum. Þessi eplasósa er bragðgóð og kemur í staðinn fyrir hefðbundna salatdressingu. Segja má að hún sé góð tilbreyting.
Fórum í langan hjólatúr í morgun. Komum við hjá Þóru Fríðu, þáðum góðgerðir og skoðuðum nokkrar matreiðslubækur. Í bók sem Happ gaf út fyrir ekki löngu fann ég þessa uppskrift. Hún er hér lítillega breytt.
Eplasósa
1 grænt epli
2 gulrætur
2 tómatar
1 dl góð olía
safi úr 1/2 sítrónu
1/2 bolli ferskt basil
1 tsk oreganó
2 msk sesam fræ
smá chili
salt
Afhýðið eplin og gulræturnar. Setjið allt í matvinnsluvél og berið fram með góðu sumarsalati