Hummus – heimalagaður hummús er mjög góður

Hummus – heimalagaður hummús er mjög góður Hummus kjúklingabaunir hvítlaukur húmmús olía gott á brauð kex
Hummús

Hummús

Fátt er betra ofan á (pítu)brauð og kex en hummus, sérstaklega fyrir þá sem elska hvítlauk. Oftar en ekki nota ég mun meira af hvítlauk en stendur í uppskriftinni. Ágætt er að hafa í huga að hummmús geymist ekkert sérstaklega vel, því er betra að útbúa minna magn í einu. Til að auka fjölbreytinina má útbúa hummus t.d. með sætum kartöflum, gulrótum, sólþurrkuðum tómötum, engifer og sítrónu, basil, karrý og grasker, avokadó, spínat, zucchini…. Það er meira að segja til hummmus blogg síða.

.

HUMMÚS

.

Hummus

1 ds. soðnar kjúklingabaunir
2 msk tahini
2 hvítlauksrif
1/2 tsk salt
pipar
chili
safi úr 1 1/2 sítrónu
1 dl góð olía

Hellið mesta safanum af kjúklingabaununum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt tahini, hvítlauk, salti, pipar, chili, sítrónusafa og matarolíu. Maukið vel. Notið safa af baununum til að þynna, ef þarf.

Svo er mjög gott að setja rauðlauk og vel af steinselju í hummúsina.

.

HUMMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave