
Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls
Ásgeir Páll, útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina, hringdi og sagði mér frá tómatsúpu sem hann eldaði í gærkvöldi og bragðaðist svona líka ljómandi vel. Það er gaman að segja frá því að súpa þessi er mjög góð, hún var hér í kvöldmatinn.
— TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL —
.
Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls
1 ds kókosmjólk
5 stórir tómatar
2 msk góð olía
2 laukar
smá engifer, saxað
1 msk karrý
grænmetiskraftur
Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Brytjið tómatana gróft og látið út í ásamt kókomjólk, karrýi, engiferi og grænmetiskrafti
Sjóðið í um 20 mín. Maukið með töfrasprota.

— TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL —
.