Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls ÁSGEIR PÁLL súpa tómatar kókosmjólk
Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Ásgeir Páll, útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina, hringdi og sagði mér frá tómatsúpu sem hann eldaði í gærkvöldi og bragðaðist svona líka ljómandi vel. Það er gaman að segja frá því að súpa þessi er mjög góð, hún var hér í kvöldmatinn.

TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL

.

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

1 ds kókosmjólk

5 stórir tómatar

2 msk góð olía

2 laukar

smá engifer, saxað

1 msk karrý

grænmetiskraftur

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Brytjið tómatana gróft og látið út í ásamt kókomjólk, karrýi, engiferi og grænmetiskrafti

Sjóðið í um 20 mín. Maukið með töfrasprota.

Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll og Anna Guðný Guðmundsdóttir.

TÓMATSÚPUR — ÁSGEIR PÁLL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Fyrri færsla
Næsta færsla