Portúgalskt matarboð

Portúgalskt matarboð Portúgalskur piri piri kjúklingur Appelsínukaka (Bolo de Laranja) PIRIPIRI

Portúgalskt matarboð

Í Lissabon vorum við á hóteli með foreldrum Ara Eurovisionfara og vinum þeirra. Hópurinn small saman frá fyrstu mínútu og við vorum svo að segja allan sólarhringinn saman og skemmtum okkur út í eitt. Það var létt yfir öllum og mikið hlegið enda kölluðum við borgina Flissabon. Við hittumst svo og borðuðum saman á dögunum, Pálínuboð sem eru alltaf svo ágæt.

PORTÚGALKJÚKLINGURAPPELSÍNUTERTUR

.

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Kjartan Smári bauð upp á afar hressandi kjúklingarétt. Í staðinn fyrir kjúklingavængi má nota aðra bita. Eldunartíminn hér að neðan miðast við vængi.

1 kg. kjúklingavængir

Marinering:

4 msk sítrónusafi

5 msk ólífuolía

1/4 b edik eða balsamikedik (sem gerir réttinn mun betri)

1 msk cayenne pipar

1 msk smátt saxaður hvítlaukur

1 msk paprika

1 tsk salt

1 chili

smá tabasco sósa

Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman. Setjið kjúklingavængina saman við og blandið vel. Geymið í ísskáp yfir nótt. Setjið í ofnskúffu og eldið á blæstri við 200°C í um 30-40 mín.

Salat með sesamkjúklingi

 

Salat með sesamkjúklingi. Salöt gerast vart sumarlegri en þetta, fallegt á litinn og gott á bragðið. Elsa Lyng og Stefán fundu salatið á hinni ágætu síðu Eldhússögur.

 Salat með sesamkjúklingi

1 kg. kjúklingabringur

salt & pipar

kjúklingakrydd

olía og/eða smjör til steikingar

1/2 dl maple síróp

1/3 dl sesamfræ

spínat

klettasalat

grænt salat

kokteiltómatar, skornir til helminga

avókadó, skorið í bita

mangó, skorið í bita

jarðarber, skorin í bita

nachos flögur, muldar gróft

beikon

fetaostur með olíu en olían síuð frá

Skerið kjúklingabringur í fremur litla bita og kryddið með salti, pipar og góðu kjúklingakryddi. Steikið þá á pönnu þar til þeir hafa náð góðum lit. Bætið sírópi og sesamfræjum við á pönnuna, hrærið vel saman við kjúklinginn, og látið krauma í dálitla stund (þar til enginn vökvi er eftir á pönnunni). Setjið kjúklinginn til hliðar þegar hann er tilbúinn og látið kólna.
Skerið beikon í litla bita og steikið á pönnu þar til bitarnir verða stökkir. Blandið öllum hráefnum saman og dreifið salatdressingunni yfir salatið.

Nautakraftur í sósuna var frá tasty.
.
Appelsínukaka (Bolo de Laranja)

Kristín sá um eftirréttinn „Þessi kaka er svoooo fljótleg og svoooo góð þegar skella á í eina með kaffinu í snatri, segir Kristín Finnbogadóttir, sem skellti í eina appelsínuköku. Ekki er óalgengt að finna þessa á helstu hverfiskaffihúsunum í Portúgal sem og í heimahúsum ef maður droppar inn í síðdegiskaffi. Ég komst fljótt upp á lagið að henda í eina svona þegar ég bjó í Portúgal þegar þurfti að eiga eitthvað sætt með kaffinu ef gesti bar að garði.”
Hér kemur hin einfalda upprunalega uppskrift en það má gjarnan leika sér með hana og minnka hveiti og bæta við möndlumjöli eða eitthvað annað.

Appelsínukaka (Bolo de Laranja)

Raspaður börkur af 1 appelsínu

safi úr 2 appelsínum

4 egg

1 bolli olía

2 bollar sykur

2 bollar hveiti

1 msk lyftiduft

Sykurlögur:

safi úr 1 appelsínu

2 msk sykur

Blandið öllum hráefnum nema hveiti og lyftidufti og hrærið vel í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós. Blandið hveiti og lyftidufti varlega saman við þannig að deigið sé vel fljótandi. Setjið deigið í vel smurt, djúpt hringform (eins og á mynd) og bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 40-45 mínútur eða þar til hægt er að stinga í það með prjóni og hann kemur hreinn út.

Portúgalskt matarboð Flissabon
Eurovisionfarar í Lissabon

PORTÚGALKJÚKLINGURAPPELSÍNUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.