Messa og messukaffi í Beruneskirkju

Messukaffi. Var við messu í Beruneskirkju í dag þar sem séra Sjöfn Jóhannesdóttir þjónaði. Á eftir var öllum kirkjugestum boðið í messukaffi á Berunesi. Dásamlegt á fögrum stað á fallegum sumardegi. Amen! berufjörður
Messa og messukaffi í Beruneskirkju

Messa og messukaffi í Beruneskirkju

Var við messu í Beruneskirkju í dag þar sem séra Sjöfn Jóhannesdóttir þjónaði. Á eftir var öllum kirkjugestum boðið í messukaffi á Berunesi. Dásamlegt á fögrum stað á fallegum sumardegi. Amen!

—  BERUFJÖRÐURMESSUKAFFI

.

messa og messukaffi beruneskirkja berufjörður

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ólafur hrossakjötsæta hin mesta

Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.