Döðluterta – samæfingatertan fræga

Samæfingatertan ísafjörður tónlistarskólinn á Ísafirði döðluterta döðlukaka sigríður j ragnar samæfingaterta samæfingarterta samæfingakaka samæfingarkaka sigga Ragnar Ragnar h ragnar ísafjörður tónlistarskóli ísafjarðar
Samæfingatertan fræga

Samæfingatertan – Döðluterta

Ein frægasta kakan í hugum margra Ísfirðinga tengjast Tónlistarskólanum, er svokölluð samæfingaterta, en það var döðluterta sem skólastjórafrúin, Sigríður J. Ragnar, bakaði. Lengi vel voru nemendur og kennarar boðaðir heim til skólastjórahjónanna á sunnudögum á samæfingar (sem heita tónfundir í öðrum skólum), yngri börnin fyrst og eldri seinna. Milli æfinga var kennurum boðið upp á hina ljúffengu döðlutertu/„samæfingatertuna“.

Við nútímafólkið erum svolítið að vinna í því að minnka sykurinn. Döðlur eru mjög sætar og sumt súkkulaði líka. Þannig að það er í raun alveg nóg að hafa 1/3 b sykur.

DÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINNSAMÆFINGATERTA

.

Samæfingatertan – Döðluterta

1 b sykur
2 egg
1-2 msk vanilludropar
1-2 msk kardimommudropar
1 1/2 b hveiti
1 1/2 b haframjöl
2 tsk lyftiduft
1 pk saxaðar döðlur (1 bolli)
1 b bráðið smjörlíki (um 200 g)
100 g saxað súkkulaði

Þeytið saman egg og sykur.
Blandið saman hveiti, haframjöli og lyftidufti.
Bætið döðlunum saman við og hrærið.
Loks smjörlíki og súkkulaði.

Setjið í 200°C heitan ofn og lækkið í 175°C í um 40 mín.

Kennarar Tónlistarskólans í hléi á samæfingu í Smiðjugötunni. Á borðinu er döðluterta sem alltaf var kölluð samæfingaterta. Frá vinstri: Sigríður J. Ragnar, Jónas Tómasson, Elín Jónsdóttir og Inga Ásta Hafstein.
Samæfingatertan, uppskrifin er frá Elínu Jónsdóttur fv. kennara við Tónlistarskólann.

.

DÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINNSAMÆFINGATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.