Döðluterta – samæfingatertan fræga

Samæfingatertan ísafjörður tónlistarskólinn á Ísafirði döðluterta döðlukaka sigríður j ragnar samæfingaterta samæfingarterta samæfingakaka samæfingarkaka sigga Ragnar Ragnar h ragnar ísafjörður tónlistarskóli ísafjarðar
Samæfingatertan fræga

Samæfingatertan – Döðluterta

Ein frægasta kakan í hugum margra Ísfirðinga tengjast Tónlistarskólanum, er svokölluð samæfingaterta, en það var döðluterta sem skólastjórafrúin, Sigríður J. Ragnar, bakaði. Lengi vel voru nemendur og kennarar boðaðir heim til skólastjórahjónanna á sunnudögum á samæfingar (sem heita tónfundir í öðrum skólum), yngri börnin fyrst og eldri seinna. Milli æfinga var kennurum boðið upp á hina ljúffengu döðlutertu/„samæfingatertuna“.

Við nútímafólkið erum svolítið að vinna í því að minnka sykurinn. Döðlur eru mjög sætar og sumt súkkulaði líka. Þannig að það er í raun alveg nóg að hafa 1/3 b sykur.

DÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINNSAMÆFINGATERTA

.

Samæfingatertan – Döðluterta

1 b sykur
2 egg
1-2 msk vanilludropar
1-2 msk kardimommudropar
1 1/2 b hveiti
1 1/2 b haframjöl
2 tsk lyftiduft
1 pk saxaðar döðlur (1 bolli)
1 b bráðið smjörlíki (um 200 g)
100 g saxað súkkulaði

Þeytið saman egg og sykur.
Blandið saman hveiti, haframjöli og lyftidufti.
Bætið döðlunum saman við og hrærið.
Loks smjörlíki og súkkulaði.

Setjið í 200°C heitan ofn og lækkið í 175°C í um 40 mín.

Kennarar Tónlistarskólans í hléi á samæfingu í Smiðjugötunni. Á borðinu er döðluterta sem alltaf var kölluð samæfingaterta. Frá vinstri: Sigríður J. Ragnar, Jónas Tómasson, Elín Jónsdóttir og Inga Ásta Hafstein.
Samæfingatertan, uppskrifin er frá Elínu Jónsdóttur fv. kennara við Tónlistarskólann.

.

DÖÐLUTERTURÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINNSAMÆFINGATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

Edda Björgvins - einstakur gleðigjafi. Edda Björgvinsdóttir stórleikkona hefur glatt þjóðina í áratugi og er hvergi nærri hætt. Hún hefur örugglega komið oftar fram í Áramótaskaupum og skemmtiþáttum en nokkur annar. Edda bauð góðum vinum sínum í „létta veislu" eins og hún orðaði það sjálf. Hún lék á alls oddi, sagði okkur frá því að í sumar verður frumsýnd kvikmynd sem hún leikur í og í haust fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í nýju leikriti Ragnars Bragasonar sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. Auk þess ferðast hún um og heldur óborganlega skemmtilega fyrirlestra. Já svo er hin orðheppna Bibba aldrei langt undan

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt ;)

Jarðarberjaterta

Jardarberja terta

Jarðarberjaterta. Hef áður nefnt hér eftirminnilegar tertuhefðir í banræsku minni. Á nýársdag, eins langt og elstu menn muna, hefur verið jarðarberjaterta á boðstólnum á Brimnesi - dásamlega góð :) Það er svo ágætt að hafa í huga að botnana má baka tímanlega og frysta, þeir breytast ekkert við það.