Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa, grill, pitsa, pizza, Kjartan Örn steindórsson elísa jóhannsdóttir jóhann örn glúteinlaus gluteinfree pizza
Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa

Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.

PITSURKJARTAN ÖRNGLÚTENLAUST

.

Grilluð glútenlaus pitsa

500 glútenlaust hveiti

5 msk góð matarolía

1 msk hunang

2 tsk þurrger

250 ml volgt vatn

1 tsk salt

Blandið saman vatni geri og hunangi í matvinnsluvél. Bætið matarolíu, salti og hveiti út í blönduna. Hnoðið saman.

Fletjið deigið út á grillplötu/grillstein og látið það taka sig á rólegum stað í u.þ.b. 15 mínútur.

Setjið pitsusósuna á botninn og lítið eitt af rifnum osti. Grillið á pitsuplötu á „óbeinu“ grilli í u.þ.b. 12-15 mínútur, en ef pitsan er á steini, er áreiðanlega ekkert mál að grilla hana á venjulegu grilli.

Pitsa A: Hawai. Skinka, ananas, smátt skorinn laukur og ostur yfir.

Pitsa B: Skinka, paprika, sveppir, laukur, ananas, smátt skorið pepperóni og ostur yfir.

Pitsa C: Pizza salami con cinquanta formaggi. Salami og úrval góðra osta.

Pitsa D: Pizza Margherita grilluð á grillinu. Um leið og hún er tekin af er sett á hana parmaskinka, ferskt klettasalat (ruccola) og rifinn parmesan ostur yfir.

Grilluð pitsa
Kjartan með pitsuna góðu

 

Jóhann
Jóhann með pitsuna góðu
grilluð pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa

.

— GRILLUÐ GLÚTENLAUS PITSA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sumarlegt salat

Sumarlegt salat. Nú streymir ferskt íslenskt grænmeti á markaðinn og ég er alveg að missa mig. Það má nota hvaða græna grænmeti sem uppistöðu í þetta salat. Þegar þetta var útbúið var ég nýkominn úr Frú Laugu með spínat og grænkál sem varð að uppistöðu hjá mér.

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Soðið rauðkál

Soðið rauðkál. Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna...

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður. Apótekið hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, fyrsta flokks matur, þjónusta, staðsetning og ekki síst yndislegur viðarkolailmurinn af og til úr eldhúsinu, og úr verður andrúmsloft þar sem manni líður vel og vill helst dvelja lengi. Það var því spennandi að vita hvort ítalska ævintýrið stæði undir væntingum.

Fyrri færsla
Næsta færsla