Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa, grill, pitsa, pizza, Kjartan Örn steindórsson elísa jóhannsdóttir jóhann örn glúteinlaus gluteinfree pizza
Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa

Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.

PITSURKJARTAN ÖRNGLÚTENLAUST

.

Grilluð glútenlaus pitsa

500 glútenlaust hveiti

5 msk góð matarolía

1 msk hunang

2 tsk þurrger

250 ml volgt vatn

1 tsk salt

Blandið saman vatni geri og hunangi í matvinnsluvél. Bætið matarolíu, salti og hveiti út í blönduna. Hnoðið saman.

Fletjið deigið út á grillplötu/grillstein og látið það taka sig á rólegum stað í u.þ.b. 15 mínútur.

Setjið pitsusósuna á botninn og lítið eitt af rifnum osti. Grillið á pitsuplötu á „óbeinu“ grilli í u.þ.b. 12-15 mínútur, en ef pitsan er á steini, er áreiðanlega ekkert mál að grilla hana á venjulegu grilli.

Pitsa A: Hawai. Skinka, ananas, smátt skorinn laukur og ostur yfir.

Pitsa B: Skinka, paprika, sveppir, laukur, ananas, smátt skorið pepperóni og ostur yfir.

Pitsa C: Pizza salami con cinquanta formaggi. Salami og úrval góðra osta.

Pitsa D: Pizza Margherita grilluð á grillinu. Um leið og hún er tekin af er sett á hana parmaskinka, ferskt klettasalat (ruccola) og rifinn parmesan ostur yfir.

Grilluð pitsa
Kjartan með pitsuna góðu

 

Jóhann
Jóhann með pitsuna góðu
grilluð pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa

.

— GRILLUÐ GLÚTENLAUS PITSA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Sesamostastangir

Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.

Hnetusteik

Hnetusteik. Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum.

Fyrri færsla
Næsta færsla