Blómkál er herramannsmatur, það er fitusnautt og meinhollt. það inniheldur heil ósköp af vítamínum, en þó aðallega C vítamín. Munið bara að tyggja vel ef þið borðið blómkálið hrátt. Bæði hef ég borðað gratinerað blómkál sem sér rétt og svo var það meðlæti með margrómuðu grilluðu lambalæri Kjartansá dögunum. Uppskriftin kemur frá Sólrúnu, móður Kjartans (ekki bara uppskriftin, hún eldaði réttinn).
Sætkartöflusúpa. Sætar kartöflur henta vel í súpu. Áður en ég fór á fund steikti ég grænmetið og lét suðuna koma upp, síðan slökkti ég undir og setti handklæði vandlega utan um pottinn. Þegar fundinum lauk var súpan tilbúin og ennþá heit. Hér má lesa um sætar kartöflur.