Gratinerað blómkál

Blómkál, gratinerað, meðlæti, auðvelt, fljótlegt, Kjartan Örn steindórsson SÓLRÚN BJÖRNSDÓTTIR elísa jóhannsdóttir SÓLRÚN OG STEINDÓR HEIÐI
Gratinerað blómkál

Gratinerað blómkál

Blómkál er herramannsmatur, það er fitusnautt og meinhollt. það inniheldur heil ósköp af vítamínum, en þó aðallega C vítamín. Munið bara að tyggja vel ef þið borðið blómkálið hrátt. Bæði hef ég borðað gratinerað blómkál sem sér rétt og svo var það meðlæti með margrómuðu grilluðu lambalæri Kjartans á dögunum. Uppskriftin kemur frá Sólrúnu, móður Kjartans (ekki bara uppskriftin, hún eldaði réttinn).

SÓLRÚN — KJARTAN ÖRNBLÓMKÁL

.

Gratinerað blómkál

Eitt vænt blómkálshöfuð

Uppbakaður jafningur:
100 g smjör
hveiti til að þykkja
grænmetisteningur
soð af blómkálinu
salt, pipar,
1/2- 1 tsk múskat
mjólk (ég nota ekki mikla mjólk)
1 b feitur ostur – rifinn.
Sjóðið blómkálið í saltvatni í ca 15. mín, takið uppúr soðinu og setjið í eldfast form.
Bræðið smjör í potti, bætið út í hveiti og hrærið vel saman. Setjið út í soð og mjólk, krydd og að lokum helmningnum af rifna ostinum.
Hellið jafningnum yfir blómkálið og stráið restinni af rifina ostinum yfir.  Bakið i 175° heitum ofni þar til það lítur vel út 🙂
Blómkálið gratineraða var borið fram með margrómuðu lambalæri Kjartans.
.
Gratinerað blómkál
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.