Spergilkáls salat
Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.
Eitt þessara efnasambanda heitir sulforaphane og er talið vinna gegn krabbameinsvaldandi efnum á margan máta. Það er t.d. talið styrkja lifrina við að hreinsa út ýmis skaðleg efnasambönd og draga úr stökkbreytingum frumna.
Eftirtaldar grænmetistegundir eru mjög ríkar af vítamínum og efnum sem örva ónæmiskerfið: Aspas, avókadó, grænt og rautt kál, spergilkál, salatblöð, blómkál, sellerí, laukur, paprika, tómatar, næpa, spínat og kúrbítur.
Spergilkáls salat
2 b spergilkál
1/2 b blómkál
2 b vínber
1/2 rauðlaukur
1 askja sveppir
2-3 gulrætur
1 msk sesamfræ
1 dl kókosmjöl
3 msk góð olía
1 msk eplaedik
smá vatn
Skerið niður spergilkál, blómkál, rauðlauk vínber og sveppi og setjið í skál. Rífið gulrætur og bætið þeim saman við ásamt sesamfræjum og kókosmjöli.
Blandið saman matarolíu, ediki og vatni og hellið yfir salatið. Blandið vel.
Látið standa í amk klst áður en það er borðað og hræri í því með sleif við og við.
Heimild: Heilsubankinn.is