Auglýsing
Fíkju- og apríkósubrauð fíkjur gráfíkjur apríkósur brauð kaffimeðlæti sætabrauð
Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð

Mjög gott og hollt brauð sem er ekki of sætt. Eggjalaust og fitulaust. Það er gaman að bíta í fíkjubitana og finna hvernig smellur í þeim…  Á heimilinu var að vísu ekki til nema einn bolli af spelti svo ég hafði annan af heilhveiti. Svo voru teskeiðarnar af kanil vel kúfaðar

Í upphaflegu uppskriftinni er talað um að til að brauðið verði fallegra skuli strá grófu haframjöli yfir áður en brauðið er bakað, satt best að segja gleymdi ég því 😉

BRAUÐFÍKJURAPRÍKÓSUR

.

Fíkju- og apríkósubrauð

1 stór vel þroskaður banani

1 1/2 b eplamús

1/2 b þurrkaðar apríkósur – saxaðar

1/2 b þurrkaðar fíkjur – saxaðar

2 b spelt

1/3 b hrásykur

2 tsk kanill

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1-2 msk gróft haframjöl

Setjið banana í stóra skál og stappið vel, bætið út í eplamúsinni, apríkósum, fíkjum, spelti, hrásykri, kanil, lyftidufti, matarsóta og salti. Blandið vel saman og látið í bökunarpappírsklætt jólakökuform, stráið haframjöli yfir og bakið  í 45 mín við 170°

Borðist með góðu viðbiti

Fíkju- og apríkósubrauð
Fíkju- og apríkósubrauð

BRAUÐFÍKJURAPRÍKÓSUR

.

Auglýsing