Spergilkáls salat

Spergilkáls salat spergilkál brokkoli vínber laukur
Spergilkáls salat

Spergilkáls salat

Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Eitt þessara efnasambanda heitir sulforaphane og er talið vinna gegn krabbameinsvaldandi efnum á margan máta. Það er t.d. talið styrkja lifrina við að hreinsa út ýmis skaðleg efnasambönd og draga úr stökkbreytingum frumna.

Eftirtaldar grænmetistegundir eru mjög ríkar af vítamínum og efnum sem örva ónæmiskerfið: Aspas, avókadó, grænt og rautt kál, spergilkál, salatblöð, blómkál, sellerí, laukur, paprika, tómatar, næpa, spínat og kúrbítur.

Spergilkáls salat

2 b spergilkál

1/2 b blómkál

2 b vínber

1/2 rauðlaukur

1 askja sveppir

2-3 gulrætur

1 msk sesamfræ

1 dl kókosmjöl

 

3 msk góð olía

1 msk eplaedik

smá vatn

Skerið niður spergilkál, blómkál, rauðlauk vínber og sveppi og setjið í skál. Rífið gulrætur og bætið þeim saman við ásamt sesamfræjum og kókosmjöli.

Blandið saman matarolíu, ediki og vatni og hellið yfir salatið. Blandið vel.

Látið standa í amk klst áður en það er borðað og hræri í því með sleif við og við.

Heimild: Heilsubankinn.is

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.