Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddú epli Jógúrt amarettó kaka kaffimeðlæti Sigrún Hjálmtýsdóttir kastaníuhnetuhveiti
Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

“Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana”

DIDDÚKAFFIMEÐLÆTIKASTANÍUHNETUR

.

Kastaníuhnetukaka
Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka

Ca. 100 gr. rúsínur
100ml. amarettó líkjör
3 egg
125 ml. sólblóma olía
1 msk. hunang
150 ml. hrein jógúrt
1 tsk. vanillukorn
300 gr. kastaníuhnetuhveiti (fæst í heilsubúðum)
1 msk. lyftiduft
3 epli ( skræld og skorin )
safi úr einni sítrónu

Leggið rúsínur í bleyti í líkjörinn (dágóða stund). Skrælið eplin, skerið þau og leggið í sítrónusafann. Þeytið eggin vel, þar til þau verða að léttri froðu. Bætið olíu varlega saman við, því næst hunangi, jógúrt og vanillu. Setjið varlega út í kastaníuhveiti og lyftidufti. Blandið að lokum eplum og rúsínum saman við með sleif.

Hitið ofninn hitaður uppí 180°. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm. form. Bakið í ca. 30-40 mín., eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út. Meðan kakan kólnar er gott að vefja forminu í álpappír.

Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana!

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

DIDDÚKAFFIMEÐLÆTIKASTANÍUHNETUR

— KASTANÍUKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Fyrri færsla
Næsta færsla