Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddú epli Jógúrt amarettó kaka kaffimeðlæti Sigrún Hjálmtýsdóttir kastaníuhnetuhveiti
Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

“Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana”

DIDDÚKAFFIMEÐLÆTIKASTANÍUHNETUR

.

Kastaníuhnetukaka
Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka

Ca. 100 gr. rúsínur
100ml. amarettó líkjör
3 egg
125 ml. sólblóma olía
1 msk. hunang
150 ml. hrein jógúrt
1 tsk. vanillukorn
300 gr. kastaníuhnetuhveiti (fæst í heilsubúðum)
1 msk. lyftiduft
3 epli ( skræld og skorin )
safi úr einni sítrónu

Leggið rúsínur í bleyti í líkjörinn (dágóða stund). Skrælið eplin, skerið þau og leggið í sítrónusafann. Þeytið eggin vel, þar til þau verða að léttri froðu. Bætið olíu varlega saman við, því næst hunangi, jógúrt og vanillu. Setjið varlega út í kastaníuhveiti og lyftidufti. Blandið að lokum eplum og rúsínum saman við með sleif.

Hitið ofninn hitaður uppí 180°. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm. form. Bakið í ca. 30-40 mín., eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út. Meðan kakan kólnar er gott að vefja forminu í álpappír.

Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana!

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

DIDDÚKAFFIMEÐLÆTIKASTANÍUHNETUR

— KASTANÍUKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla