Eplaterta á 5 mín
Ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara að upplagt að útbúa þessa tertu. Hún er safarík, bragðgóð og bara mjög ljúffeng. Sjálfum finnst mér best að útbúa kökuna stuttu áður en hún er borðuð, það er gott að hafa makkarónukökurnar aðeins stökkar.
— EPLATERTUR — EPLI — TERTUR —
.
Eplaterta á 5 mín
4 epli
safi úr einni sítrónu
ca 200 g makkarónukökur (uþb 2/3 úr poka)
1/4 l rjómi
1 lítil dós KEA vanilluskyr
smá vanilla
Rífið eplin í skál og kreystið sítrónusafann yfir. Myljið makkarónukökurnar frekar gróft og blandið saman við. Setjið form – þjappið laust. Þeytið rjómann, bætið skyrinu og vanillunni saman við og setjið yfir eplin. Dreifið út með sleikju og stráið í lokin kakói yfir.
- Til tilbreytingar má nota Gríska jógúrt í staðinn fyrir vanilluskyr og blanda ferskum jarðarberjum saman við (sjá mynd hér að neðan)
— EPLATERTUR — EPLI — TERTUR —
.