Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng

Sáraeinföld eplakaka sem ekki þarf að baka Eplaterta eplakaka fljótlegt óbökuð kaffimeðlæti Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng rifin epli
Sáraeinföld eplakaka sem ekki þarf að baka

Eplaterta á 5 mín

Ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara að upplagt að útbúa þessa tertu. Hún er safarík, bragðgóð og bara mjög ljúffeng. Sjálfum finnst mér best að útbúa kökuna stuttu áður en hún er borðuð, það er gott að hafa makkarónukökurnar aðeins stökkar.

EPLATERTUREPLITERTUR

.

Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng
Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng

Eplaterta á 5 mín

4 epli

safi úr einni sítrónu

ca 200 g makkarónukökur (uþb 2/3 úr poka)

1/4 l rjómi

1 lítil dós KEA vanilluskyr

smá vanilla

Rífið eplin í skál og kreystið sítrónusafann yfir. Myljið makkarónukökurnar frekar gróft og blandið saman við. Setjið form – þjappið laust. Þeytið rjómann, bætið skyrinu og vanillunni saman við og setjið yfir eplin. Dreifið út með sleikju og stráið í lokin kakói yfir.

  • Til tilbreytingar má nota Gríska jógúrt í staðinn fyrir vanilluskyr og blanda ferskum jarðarberjum saman við (sjá mynd hér að neðan)
Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng grísk jógúrt
Smá kaffiboð

EPLATERTUREPLITERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.