Hvítlaukskartöflur Helgu

Hvítlaukskartöflur Helgu þórhildur Helga kolfreyjustaður Fáskrúðsfjörður helga þorleifs
Kjúklingur og hvítlaukskartöflur

Hvítlaukskartöflur Helgu

Sú var tíð að fólk sem var hrifið af hvítlauk angaði heilu dagana eftir hvítlauksát. En nú borðar fjölmargir hvítlauk daglega og allir löngu hættir að kvarta yfir lyktinni.

Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryaki-kjúkling með hvítlaukskartöflum, ristuðum furuhnetum, ristuðum kókosflögum og kaldri hvítlaukssósu. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.

— KARTÖFLURKJÚKLINGUR — KOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA 

.

Hvítlaukskartöflur Helgu

6-8 stórar kartöflur

2 hvítlaukar

slatti af ólífuolíu (ca 1 dl)

maldonsalt

Skerið kartöflur í teninga, báta eða það lag sem hverjum hentar. Afhýðið hvítlauk, skerið í bita og blandað saman við karftöflurnar, setjið í ofnskúffu, hellið ólífuolíu yfir og loks maldonsalt. Skellið ofnskúffunni í 180° heitan ofninn og bakið rólega í ca klst.

Prófaði þennan kartöflurétt þegar við komum heim, notaði svolítið af sætum kartöflum sem ég skar smátt niður. Líka gott 😉

.

Hvítlaukskartöflur Helgu

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka. Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað...).