Hvítlaukskartöflur Helgu
Sú var tíð að fólk sem var hrifið af hvítlauk angaði heilu dagana eftir hvítlauksát. En nú borðar fjölmargir hvítlauk daglega og allir löngu hættir að kvarta yfir lyktinni.
Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryaki-kjúkling með hvítlaukskartöflum, ristuðum furuhnetum, ristuðum kókosflögum og kaldri hvítlaukssósu. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.
— KARTÖFLUR — KJÚKLINGUR — KOLFREYJUSTAÐUR — ÞÓRHILDUR HELGA —
.
Hvítlaukskartöflur Helgu
6-8 stórar kartöflur
2 hvítlaukar
slatti af ólífuolíu (ca 1 dl)
maldonsalt
Skerið kartöflur í teninga, báta eða það lag sem hverjum hentar. Afhýðið hvítlauk, skerið í bita og blandað saman við karftöflurnar, setjið í ofnskúffu, hellið ólífuolíu yfir og loks maldonsalt. Skellið ofnskúffunni í 180° heitan ofninn og bakið rólega í ca klst.
Prófaði þennan kartöflurétt þegar við komum heim, notaði svolítið af sætum kartöflum sem ég skar smátt niður. Líka gott 😉
.
.