Pestó í einum grænum

pestó Borgarnes anna valdís árdís albert Pestó í einum grænum Brimnes gleym mér ei Borgarnes Sædís Bubba grænkál pestó hundasúrur
Pestó í einum grænum

Pestó í einum grænum

Brimnesfjölskyldan fór í árlega sumarferð, allir tóku með nesti sem við settum á sameiginlegt hlaðborð á ferðalagi um Borgarfjörð hinn syðri. Við piltarnir tókum eitt og annað með okkur þar á meðal pestó. Þar sem aðeins var þriðjungur eftir af pestói í krukku sá ég að það mundi engan vegin duga fyrir svanga munna. Þannig að í einum grænum setti ég restina af pestóinu í matvinnsluvélina, bætti út í hundasúrum, grænkáli, spínati, hvítlauk, arfa, parmasenosti, ólífuolíu, salti og pipar. Þessu var maukað saman og sett í krukkur og borðað af áfergju.

PESTÓBRIMNESBORGARNES

.

Myndin er tekin á pallinum á Garðyrkjustöðinni Gleym-mér-ei í Borgarnesi

PESTÓBRIMNESBORGARNES

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Sjónvarpskaka - þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk. Fólk sem bakar mikið skrifast sjaldnast við uppskriftirnar aðferða, hita á ofni eða hversu lengi á að baka. Það hefur einhverja óútskýrða tilfinningu fyrir þessu. Halldóra systir mín sendi mér uppskirft að Sjónvarpsköku. Þar er engin lýsing á neinu. ég skrifaði til baka hvort ég ætti að baka hana í 30 mín. Svarið kom strax: CA

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.