Pestó í einum grænum

pestó Borgarnes anna valdís árdís albert Pestó í einum grænum Brimnes gleym mér ei Borgarnes Sædís Bubba grænkál pestó hundasúrur
Pestó í einum grænum

Pestó í einum grænum

Brimnesfjölskyldan fór í árlega sumarferð, allir tóku með nesti sem við settum á sameiginlegt hlaðborð á ferðalagi um Borgarfjörð hinn syðri. Við piltarnir tókum eitt og annað með okkur þar á meðal pestó. Þar sem aðeins var þriðjungur eftir af pestói í krukku sá ég að það mundi engan vegin duga fyrir svanga munna. Þannig að í einum grænum setti ég restina af pestóinu í matvinnsluvélina, bætti út í hundasúrum, grænkáli, spínati, hvítlauk, arfa, parmasenosti, ólífuolíu, salti og pipar. Þessu var maukað saman og sett í krukkur og borðað af áfergju.

PESTÓBRIMNESBORGARNES

.

Myndin er tekin á pallinum á Garðyrkjustöðinni Gleym-mér-ei í Borgarnesi

PESTÓBRIMNESBORGARNES

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi