Rabarbara- og bláberjapæ

Rabarbara- og bláberjapæ rabbarbari bláber pæ rabarbari baka pie fljótlegt ber
Rabarbara- og bláberjapæ

Rabarbara- og bláberjapæ

Nú eru bláberin þroskuð og um að gera að nýta þau út í eitt enda fátt hollara. Rabarbarinn er einnig góður og um að gera að nota hann nýupptekinn. Hef alltaf litið á rabarbara sem árstíðabundna afurð og frysti hann ekki.

Hér á bæ var boðið upp á kvöldkaffi 😉

RABARBARIEFTIRRÉTTIR— BLÁBER

.

Rabarbara- og bláberjapæ

3-4 rabarbaraleggir
2-3 dl bláber
2 dl heilhveiti
2 dl púðursykur
3 1/2 dl tröllahafrar
1/2 tsk salt
2 tsk kanill
100 g lint smjör
1 dl kókosolía (fljótandi)

Skerið rabarbarann niður og setjið í eldfast form, stráið bláberjunum yfir. Setjið smjörið og kókosolíuna í skál, bætið saman við heilhveiti, púðursykur, tröllahöfrum, salti og kani.Blandið vel saman með höndunum og látið yfir rabarbarann og bláberin. Bakið í 35-40 mín við 175° Berið fram nýbakað með ís eða rjóma.

Rabarbara- og bláberjapæ
Rabarbara- og bláberjapæ

.

RABARBARIEFTIRRÉTTIR— BLÁBER

— RABARBARA- OG BLÁBERJAPÆ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt ?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt", hárrétt steikt? Það reynist mörgum erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt" elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum (eða þeir sem hana borða). Hér er ágætis þumalputtaregla

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý. Léttur og frískandi grænmetisréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur. Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá heila í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, síðan er vatninu hellt af og þá er auðvelt að flysja. Það er til vegan-fiskisósa, ef hún er notuð er rétturinn algjörlega vegan. Gott að hafa í huga að fiskisósa og sojasósa eru mjög saltar.

Gullnar reglur fyrir þau sem ferðast ein

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir. Það getur vafist fyrir fólki að ferðast án ferðafélaga. Það er í raun heilmikil áskorun í því. Hættið að hugsa um þetta og drífið ykkur af stað. 

Fyrri færsla
Næsta færsla