Snúðakaka
Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu. Einhverju sinni fékk Bergþór minn uppskriftina hjá mömmu, lagði sig allan fram og bakaði snúðakökuna nákvæmlega eins. Árdís var fyrst til að segja: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu. Því miður var ég ekki búinn að segja honum að þetta væri fjölskyldubrandari….. (þau eru nýlega orðin vinir á fasbókinni aftur).
.
— HULDA STEINSDÓTTIR — ÁRDÍS — SNÚÐAKAKA — BERGÞÓR — FASBÓK — KAFFIMEÐLÆTI — SNÚÐAR —
.
Snúðakaka
500 g hveiti (ca 3 1/2 bolli)
1 dl matarolía (eða tæplega það)
3 tsk ger
2 egg
1 tsk sykur
3 dl volg mjólk/vatn (oftast nota ég aðeins volgt vatn)
½ tsk salt
1 tsk kardimommur (duft)
fylling:
100 g smjörllíki/smjör – lint
150 g púðursykur (1 bolli)
1 msk dökkt síróp
2 dl rúsínur
1/2 tsk salt
1 væn msk kanill
Blandið þurrefnunum saman, bætið við eggjunum. Leysið gerið upp í mjólkurblandinu, bætið olíunni við – blandið öllu saman og látið lyfta sér í um klst.
Blandið saman smjöri(smjörlíki), púðursykri, sýrópi, kanil og salti í potti á lægsta hita og takið af áður en smjörið bráðnar (má ekki verða of heitt).
Hnoðið deigið og fletjið það út (ekki of þunnt), hellið smjör/sykurbráðinni yfir. Stráið rúsínum yfir. Rúllið upp og skerið í ca 2 cm sneiðar. Raðið þeim í eldfast form. Látið lyfta sér í um 30-40 mín og bakið í 20-25 mín við 190°
—
— HULDA STEINSDÓTTIR — ÁRDÍS — SNÚÐAKAKA — BERGÞÓR — FASBÓK — KAFFIMEÐLÆTI — SNÚÐAR —
—