Fasbók er fallegra orð en fésbók

Fasbók er fallegra orð en fésbók facebook
Fasbók er fallegra orð en fésbók

Fasbók frekar en fésbók

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

🇮🇸

FASBÓKÍSLENSKTNETKURTEISI

— FASBÓK ER FALLEGRA ORÐ EN FÉSBÓK —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.