Pestó, rauðrófumauk og sítrónusmjör

Pestó, rauðrófumauk og sítrónusmjör Litfögur og fjölbreytt helgi að baki. Sítrónusmjör, pestó og rauðrófumauk

Litfögur og fjölbreytt helgi að baki. Sítrónusmjör, pestó og rauðrófumauk var útbúið en því miður þoldi matvinnsluvélin ekki álagið og skálin brotnaði. Ætli megi ekki segja að skálin sú arna hafi marga fjöruna sopið. En nú er hér matvinnsluvél en engin skál….

Pestóið var í örlítið annarri útsetningu en venjulega. Hafði aðeins minna af basil en bætti við spínati og grænkáli.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bestu hráfæðisterturnar

Bestu hráfæðisterturnar

Bestu hráfæðiskökurnar. Í vikunni hitti ég konu í búð og við fórum að tala um hráfæðitertur, hún vildi vita hvaða tertur væru í mestu uppáhaldi hjá mér. Því er nú fljótsvarað...

Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.

Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn. Á netvafri mínu, í kjölfarið á banni Frakka við plastnotkun, rakst ég á Bee´s Wrap sem er bómullardúkur til að vefja utan um mat og geyma hann þannig. Utan um brauð, yfir deig, bakkelsið, yfir grænmetið...