Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk. Í síðustu búðarferð gleymdi ég að kaupa mjólk, fór þá á netið og fann uppskrift að hampmjólk. Hampfræin koma af Cannabis Sativa plöntunni – sama tegund og er notuð til kannabis framleiðslu, bara annað afbrigði. Hampfræ innihalda tíu gerðir af amínósýrum sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Í þeim er einnig að finna Omega 3, 6 og 9, magnesíum, járn, zínk og kalíum.
Hampmjólk
1 bolli hampfræ
5-6 bollar vatn
2 döðlur sem lagðar hafa verið í bleyti eða annað til að fá sætt bragð (má vera bútur af banana, fíkju eða öðrum uppáhalds ávöxtum, einnig er hægt að sæta með hunangi)
Setjið fræin og vatnið í matvinnsluvél eða bústgræjuna og maukið vel.
Geymið í ísskáp