Hampmjólk

Hampmjólk hampfræ vatn uppskrift heilsudrykkur hollustudrykkur
Hampmjólk

Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk. Í síðustu búðarferð gleymdi ég að kaupa mjólk, fór þá á netið og fann uppskrift að hampmjólk. Hampfræin koma af Cannabis Sativa plöntunni – sama tegund og er notuð til kannabis framleiðslu, bara annað afbrigði.  Hampfræ innihalda tíu gerðir af amínósýrum sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Í þeim er einnig að finna Omega 3, 6 og 9, magnesíum, járn, zínk og kalíum.

Hampmjólk

1 bolli hampfræ

5-6 bollar vatn

2 döðlur sem lagðar hafa verið í bleyti eða annað til að fá sætt bragð (má vera bútur af banana, fíkju eða öðrum uppáhalds ávöxtum, einnig er hægt að sæta með hunangi)

Setjið fræin og vatnið í matvinnsluvél eða bústgræjuna og maukið vel.

Geymið í ísskáp

— HAMPMJÓLK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave