Hampmjólk

Hampmjólk hampfræ vatn uppskrift heilsudrykkur hollustudrykkur
Hampmjólk

Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk. Í síðustu búðarferð gleymdi ég að kaupa mjólk, fór þá á netið og fann uppskrift að hampmjólk. Hampfræin koma af Cannabis Sativa plöntunni – sama tegund og er notuð til kannabis framleiðslu, bara annað afbrigði.  Hampfræ innihalda tíu gerðir af amínósýrum sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Í þeim er einnig að finna Omega 3, 6 og 9, magnesíum, járn, zínk og kalíum.

Hampmjólk

1 bolli hampfræ

5-6 bollar vatn

2 döðlur sem lagðar hafa verið í bleyti eða annað til að fá sætt bragð (má vera bútur af banana, fíkju eða öðrum uppáhalds ávöxtum, einnig er hægt að sæta með hunangi)

Setjið fræin og vatnið í matvinnsluvél eða bústgræjuna og maukið vel.

Geymið í ísskáp

— HAMPMJÓLK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.