
Rabarbarasulta með hrásykri
Hólmfríður frænka mín bauð okkur feðgum til morgunverðar. Hún var nýbúin að sjóða rabarbarasultu með hrásykri. Á móti einu kílói af rabarbara notaði hún 500 g af dökkum hrásykri. Sultan er mjög góð, það er örlítið sveskjubragð af henni. Ég hámaði í mig sultutauið og þegar við fórum gaf Hólmfríður okkur fulla krukku 🙂
🤍
— HÓLMFRÍÐUR — RABARBARI — SULTUR — NESKAUPSTAÐUR — SVESKJUR —
🤍

🤍
— HÓLMFRÍÐUR — RABARBARI – SULTUR — NESKAUPSTAÐUR — SVESKJUR —
🤍