Kasjúhnetu mæjónes

Kasjúhnetu mæjónes kasjúhnetur sítróna Kasjúhnetumæjónes mæjó
Kasjúhnetu mæjónes. Alltaf er nú gaman að prófa eitthvað nýtt, mæjónes úr kasjúnhetum er afar gott. Gott er að hafa í huga að olíumagnið í majónesið fer svolítið eftir tilfinningunni. Síðan má bæta við góðri tómatsósu og búa til koktelsósu. Ath. að kasjúhnetur þarf ekki að leggja í bleyti.

Kasjúhnetu mæjónes

1 b kasjúhnetur

safi úr 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 appelsínu

5-6 msk góð olía

1/2 tsk salt

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

PDF til útprentunar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.