Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat. Sagt er að kokkarnir í Hvíta húsinu hafi bakað harfakökurnar eftir að Michelle sagði þeim hvað hún vildi hafa í þeim.  Þessar hafrakökur gefur hún dætrum þeirra hjóna og etv maula forsetahjónin á þeim á meðan þau horfa á sjónvarpið uppi í rúmi á kvöldin….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

2 bollar gróft haframjöl

1 dl gróft spelt

1 tsk vínsteinslyftiduft

3/4 b fræ

1 b. þurrkaðir ávextir

1 dl kókosmjöl

1 1/2 tsk kanill

1 1/2 dl kókosolía

1 dl góð matarolía

1/2 dl gott hunang

1/2 tsk salt

Blandið öllu saman, fletjið út á plötu með smjörpappír undir. Bakið í 8-10 mín við 170° Skerið kökurnar um leið og þær koma úr ofninu, en látið kólna á plötunni áður en þær eru teknar af henni. Ég var svo óþolinmóður að ég setti plötuna í ísskápinn….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.