Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekkert að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann eins og þar stendur. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar….
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SPELT —
Speltbrauð með lyftidufti
3 bollar spelt
2 bollar heilhveiti
5 tsk vínsteinslyftiduft
2 tsk salt
3 bollar sojamjólk
2 msk olía
1 msk hunang
Hrært vel í hrærivél eða í skál. Klæðið form með bökunarpappír og bakið í 150-175°C heitum ofni í klukkustund. Þegar brauðið er tekið úr ofninum er það vafið í rakt þurrkustykki og látið standa þannig í ca 15 mín.
Þetta brauð er í ofninum hjá mér núna og hlakka ég til að borða það. Átti að vísu ekki soyamjólk svo venjuleg varð að duga. Hins vegar vantar í uppskriftina hve margir bollarnir eiga að vera af mjólkinni. Ég setti tvo bolla og vona að það hafi verið ca. rétt hjá mér.
kv. Anna Margrét
Gaman að heyra 🙂
Sæll, mig langar að bjóða upp á þetta brauð í brunch á morgun, hvað eiga að vera margir bollar af sojamjólk í því?
Sæll ein spurning er hægt að nota möndlu eða kókosmjólk í staðinn fyrir soyjamjólkina eða er kannsi bara ógerilsneydd jólk best ( hef aðgang að þannig mjólk
Já það má vel nota möndlu- eða kókosmjólk, svo er fátt betra en ógerilsneydd mjólk. Gangi þér vel að baka
Comments are closed.