Auglýsing

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat. Sagt er að kokkarnir í Hvíta húsinu hafi bakað harfakökurnar eftir að Michelle sagði þeim hvað hún vildi hafa í þeim.  Þessar hafrakökur gefur hún dætrum þeirra hjóna og etv maula forsetahjónin á þeim á meðan þau horfa á sjónvarpið uppi í rúmi á kvöldin….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

2 bollar gróft haframjöl

1 dl gróft spelt

1 tsk vínsteinslyftiduft

3/4 b fræ

1 b. þurrkaðir ávextir

1 dl kókosmjöl

1 1/2 tsk kanill

1 1/2 dl kókosolía

1 dl góð matarolía

1/2 dl gott hunang

1/2 tsk salt

Blandið öllu saman, fletjið út á plötu með smjörpappír undir. Bakið í 8-10 mín við 170° Skerið kökurnar um leið og þær koma úr ofninu, en látið kólna á plötunni áður en þær eru teknar af henni. Ég var svo óþolinmóður að ég setti plötuna í ísskápinn….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Auglýsing