Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat. Sagt er að kokkarnir í Hvíta húsinu hafi bakað harfakökurnar eftir að Michelle sagði þeim hvað hún vildi hafa í þeim.  Þessar hafrakökur gefur hún dætrum þeirra hjóna og etv maula forsetahjónin á þeim á meðan þau horfa á sjónvarpið uppi í rúmi á kvöldin….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

2 bollar gróft haframjöl

1 dl gróft spelt

1 tsk vínsteinslyftiduft

3/4 b fræ

1 b. þurrkaðir ávextir

1 dl kókosmjöl

1 1/2 tsk kanill

1 1/2 dl kókosolía

1 dl góð matarolía

1/2 dl gott hunang

1/2 tsk salt

Blandið öllu saman, fletjið út á plötu með smjörpappír undir. Bakið í 8-10 mín við 170° Skerið kökurnar um leið og þær koma úr ofninu, en látið kólna á plötunni áður en þær eru teknar af henni. Ég var svo óþolinmóður að ég setti plötuna í ísskápinn….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.