Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat. Sagt er að kokkarnir í Hvíta húsinu hafi bakað harfakökurnar eftir að Michelle sagði þeim hvað hún vildi hafa í þeim.  Þessar hafrakökur gefur hún dætrum þeirra hjóna og etv maula forsetahjónin á þeim á meðan þau horfa á sjónvarpið uppi í rúmi á kvöldin….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

2 bollar gróft haframjöl

1 dl gróft spelt

1 tsk vínsteinslyftiduft

3/4 b fræ

1 b. þurrkaðir ávextir

1 dl kókosmjöl

1 1/2 tsk kanill

1 1/2 dl kókosolía

1 dl góð matarolía

1/2 dl gott hunang

1/2 tsk salt

Blandið öllu saman, fletjið út á plötu með smjörpappír undir. Bakið í 8-10 mín við 170° Skerið kökurnar um leið og þær koma úr ofninu, en látið kólna á plötunni áður en þær eru teknar af henni. Ég var svo óþolinmóður að ég setti plötuna í ísskápinn….

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Marokkóskur lambapottréttur

Marokkó lamb

Marokkóskur lambapottréttur. Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. En..