Krækiberjasafi í klökum
Það er upplagt að setja ber í safapressu og frysta safann í klakapokum til að nota í bústið í vetur. Þetta á ekki aðeins við um krækiber. Það má pressa safann úr bláberjum, sólberjum og rifsberjum. Enginn viðbættur sykur eða önnur aukaefni.
Við keyptum safapressu á netinu sem er hentug í þetta verkefni. Hún hefur tvo krana; út um annan kemur safinn, en út um hinn kemur hratið, en auðvitað má nota hvaða safapressu sem er. Hins vegar eru margir sólgnir í hratið til að búa til hrökk-kex.
En þar sem safinn er ómengaður og sykurlaus geymist hann mjög lítið nema í frysti. Klakapokar fást í flestum matvöruverslunum. Yfirleitt eru þröng op á þeim, en þó þarf að halda mjög þétt báðum megin, meðan annar hellir, eiginlega er mjög óhöndugt að gera þetta einn.
— KRÆKIBER — BLÁBER — ÍSLENSKT —
.