Krækiberjasafi í klökum

Krækiberjasafi í klökum orkudrykkur búst heilsudrykkur Krækiber frystipokar klakar ber berjasafi
Krækiberjasafi í klökum

Krækiberjasafi í klökum

Það er upplagt að setja ber í safapressu og frysta safann í klakapokum til að nota í bústið í vetur. Þetta á ekki aðeins við um krækiber. Það má pressa safann úr bláberjum, sólberjum og rifsberjum. Enginn viðbættur sykur eða önnur aukaefni.

Við keyptum safapressu á netinu sem er hentug í þetta verkefni. Hún hefur tvo krana; út um annan kemur safinn, en út um hinn kemur hratið, en auðvitað má nota hvaða safapressu sem er. Hins vegar eru margir sólgnir í hratið til að búa til hrökk-kex.

En þar sem safinn er ómengaður og sykurlaus geymist hann mjög lítið nema í frysti. Klakapokar fást í flestum matvöruverslunum. Yfirleitt eru þröng op á þeim, en þó þarf að halda mjög þétt báðum megin, meðan annar hellir, eiginlega er mjög óhöndugt að gera þetta einn.

KRÆKIBERBLÁBERÍSLENSKT

— KRÆKIBERJASAFI Í KLÖKUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.