Speltbrauð með lyftidufti
Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekkert að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann eins og þar stendur. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar….
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SPELT —
.
Speltbrauð með lyftidufti
3 bollar spelt
2 bollar heilhveiti
5 tsk vínsteinslyftiduft
2 tsk salt
3 bollar sojamjólk
2 msk olía
1 msk hunang
Hrært vel í hrærivél eða í skál. Klæðið form með bökunarpappír og bakið í 150-175°C heitum ofni í klukkustund. Þegar brauðið er tekið úr ofninum er það vafið í rakt þurrkustykki og látið standa þannig í ca 15 mín.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SPELT —
.