Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti spelt
Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti

Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekkert að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann eins og þar stendur. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar….

— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SPELT

.

Speltbrauð með lyftidufti

3 bollar spelt

2 bollar heilhveiti

5 tsk vínsteinslyftiduft

2 tsk salt

3 bollar sojamjólk

2 msk olía

1 msk hunang

Hrært vel í hrærivél eða í skál. Klæðið form með bökunarpappír og bakið í 150-175°C heitum ofni í klukkustund. Þegar brauðið er tekið úr ofninum er það vafið í rakt þurrkustykki og látið standa þannig í ca 15 mín.

Speltbrauð með lyftidufti

— BRAUÐUPPSKRIFTIR — SPELT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

Appelsínublúndur

AppelsínublúndurAppelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.