Linsu- og grænmetissúpa

Linsu- og grænmetissúpa Jón björgvin steinsson sigurlaug maría jónsdóttir Silla Mæja
Jón Björgvin við linsu- og grænmetissúpupottinn

Linsu- og grænmetissúpa

Aðeins meira af ættarmótsveitingum, en mikið óskaplega eru ættingjar mínir myndarlegir í matseldinni. Silla Mæja kom með ljúffenga grænmetissúpu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu eins og allt annað – getur verið að við séum mathákar?

–  SÚPURVEGAN

.

Linsu- og grænmetissúpa

1 msk lífræn, kaldpressuð kókosolía (eða bara ólífuolía)

1 rauðlaukur, skorinn smátt

1 slétt msk paprikukrydd

2 lárviðarlauf

2 hvítlauksrif, skorin smátt eða pressuð

2 ½ dl linsubaunir (rauðar eða grænar sem hafa legið í bleyti)

3 gulrætur, skornar í bita

2 kartöflur, skrældar og skornar í bita

½ sæt kartafla, skræld og skorin í bita

1 rauð paprika, skorin smátt

Rúml. 1 lítri af vatni

1 dós (400gr) niðursoðnir tómatar

3 grænmetisteningar (lífrænir og gerlausir)

Mýkið lauk og hvítlauk í olíunni í nokkrar mínútur við lágan hita. Bætið linsunum og öllu grænmetinu út í og mýkið í dálitla stund. Setjið vatnið og tómatana út í sem ásamt grænmetisteningunum. Látið suðuna koma upp, lækkið svo hita og látið malla í um 20 mínútur.

(Uppskrift fengin úr bókinni hennar Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða“)

–  SÚPURVEGAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanilkjúklingur – bragðmikill kjúklingaréttur frá Norður-Afríku

Kanelkjúklingur

Kanilkjúklingur. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er frá Norður-Afríku. Það mætti halda við fyrstu sýn að rétturinn sé sterkur er hann það alls ekki. Epli og tómatar eru gott mótvægi við kryddið.

Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Góð lesning sem birtist í matreiðslubók sem gefin var út árið 1915 sem heitir Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka og greinir m.a. frá ýmislegu um kaffidrykkju. Höfundur bókarinnar er Jóninna Sigurðardóttir.