Tómatbaka

Tómatbaka tómatar baka dijon
Tómatbaka

TÓMATBAKA. Það er kjörið að nota tómata í böku enda er núna allt fullt af tómötum – meira að segja í stofuglugganum hjá okkur. Tómatar eru auðræktanlegir en gott er að hafa í huga að það kemur frekar slæm lykt ef fólk er mikið að snerta blöðin á trénu/plöntunni. Stundum hef ég smátt saxað einn stóran lauk, steikt í olíu og sett ofan á dijon sinnepið. Bakan var borin fram með fersku grænu salati og bankabyggsalati.

TÓMATARBÖKURBANKABYGG

TÓMATBAKA

1 pk frosið smjördeig

1/2 dós sýrður rjómi

1- 2 msk af Dijon sinnepi

150 g rifinn ostur

1 msk af basilikum

1 msk timian

pipar

5-6 tómatar

smá ólífuolía

Látið smjördeigið þiðna, fletjið það út og setjið í (kringlótt) eldfast form. Blandið saman sýrðum rjóma og Dijon sinnepi og smyrjið yfir deigið. Dreyfið ostinum yfir og kryddinu þar ofan á. Skerið tómata í sneiðar eða báta og takið þetta blauta úr þeim (annars verður bakan of blaut), raðað yfir fatið. Setjið olífuolíu yfir.

Bakið í 200° heitum ofni í 20 mín.

Má borða heitt eða kalt.

Hér má sjá vandaða umfjöllun um tómata og hér að neðan er tafla með næringarinnihaldi tómata

Tómatar eru hollir
Tómatar eru hollir

— TÓMATBAKAN —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.