Cululutte brauð

Cululutte brauð Gravelines Fáskrúðsfjörður Búðir Franskir sjómenn frakkland franskur matur franskt
Cululutte brauð í Gravelines

Cululette brauð. Í vinabæjarheimsókninni í Gravelines á dögunum fengum við soðið brauð sem mun vera frá norður Frakklandi. Brauðið rann ljúflega niður með romm/smjörsósu.

— BRAUÐFRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

Cululutte brauð
Cululette brauð

Cululette brauð

1 kg hveiti

6 egg

175 g smjör

1 bolli mjólk, volg

1 msk ger

1 matskeið sykur

125 g rúsínur, látið liggja í bleyti í rommi í um 45 mín

Blandið öllu saman og látið lyfta sér í um 2 klst. Sjóðið vatn í sæmilega stórum potti. Látið deigið í þurrkustykki, bindið fyrir (ekki of þétt). Sjóðið í  2 klst, – ath. ekki láta bullsjóða.

Sósa:

smjör

sykur

romm

vatn

Sjóðið smá stund, bætið smá rjóma í lokin

Gravelines Faskrudsfjordur islande

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti. Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur...)

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.