Gulrótaterta – raw

Gulrótaterta hráfæði kaka gulrætur raw food döðlur kasjúhnetur möndlur kíví gulrótakaka terta hráterta raw cake raw food
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna….

HRÁTERTURGULRÆTUR

.

Gulrótaterta

Botn:

1/2 b döðlur
1 1/2 b hnetur (ég notaði möndlur og valhnetur)
3 msk brædd kókosolía
smá salt

Á milli:

1 b valhnetur
1 b döðlur
1 msk kanill
1 tsk engifer
1/4 tsk múskat
2 b rifnar gulrætur
1/2 b rúsínur
smá salt

Krem:

1 b kasjúhnetur
1 tsk vanilla
5 döðlur
1 mangó
1 msk sítrónusafi

Botninn: Leggið döðlur í bleyti í um klst. Setjið í matvinnsluvél ásamt hnetum, kókosolíu og salti. Þjappið í tertuform og kælið.

Á milli: Setjið valhnetur, döðlur, kanil, engifer, múskat, rifnar gulrætur, rúsínur og salt í matvinnsluvél og maukið. Setjið yfir botninn og kælið áfram.

Krem: Segjið allt í matvinnsluvél og látið á tertuna. Skreytið með kókosmjöli og kíví.

HRÁTERTURGULRÆTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....