Gulrótaterta – raw

0
Auglýsing
Gulrótaterta hráfæði kaka gulrætur raw food döðlur kasjúhnetur möndlur kíví gulrótakaka terta hráterta raw cake raw food
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna….

HRÁTERTURGULRÆTUR

Auglýsing

.

Gulrótaterta

Botn:

1/2 b döðlur
1 1/2 b hnetur (ég notaði möndlur og valhnetur)
3 msk brædd kókosolía
smá salt

Á milli:

1 b valhnetur
1 b döðlur
1 msk kanill
1 tsk engifer
1/4 tsk múskat
2 b rifnar gulrætur
1/2 b rúsínur
smá salt

Krem:

1 b kasjúhnetur
1 tsk vanilla
5 döðlur
1 mangó
1 msk sítrónusafi

Botninn: Leggið döðlur í bleyti í um klst. Setjið í matvinnsluvél ásamt hnetum, kókosolíu og salti. Þjappið í tertuform og kælið.

Á milli: Setjið valhnetur, döðlur, kanil, engifer, múskat, rifnar gulrætur, rúsínur og salt í matvinnsluvél og maukið. Setjið yfir botninn og kælið áfram.

Krem: Segjið allt í matvinnsluvél og látið á tertuna. Skreytið með kókosmjöli og kíví.

HRÁTERTURGULRÆTUR

.

Fyrri færslaJarðarber í hvítu súkkulaði
Næsta færslaFrönsk eplabaka