Steinseljupestó

Steinseljupestó Steinselja pestó hnetur olía hvítlaukur
Steinseljupestó

Steinseljupestó

Alltaf er nú gaman að prófa nýjar útgáfur af pestói. Í pestói dagsins er uppistaðan basil og steinselja, kasjúnhetur og sólblómafræ. Steinseljan er meinholl, hún er uppfull af næringarefnum og þekkt fyrir mikið magn C vítamíns. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur. Allt er það vænt sem vel er grænt. Hér má lesa meira um steinselju.

PESTÓSTEINSELJABASILKASJÚHNETUR

.

Steinseljupestó

1 bunkt steinselja

hnefafylli af basil

2-3 hvítlauksgeirar

3 msk kasjúhnetur

2 msk sólblómafræ

góð olía eftir smekk

salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel.

— STEINSELJUPESTÓ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sümac á Laugavegi 28 – suddalega góður

Veitingastaðurinn Sümac á Laugavegi 28 einn af þessum demöntum okkar, sem er undir áfhrifum frá dásamlegri matargerð Marokkó og Líbíu. Þetta er kærkomin viðbót í miðbænum. Staðurinn dregur nafn sitt af sümac trénu, sem gefur af sér ber, en þau eru þurrkuð og mikið notuð í þessum löndum. Eldhúsið er opið úr salnum og grillilmurinn er svo lokkandi!

Rice Krispies bananakaka frá Hrafnhildi

Rice Krispies bananakaka frá Hrafnhildi. Ein af kvenfélagskonunum í Gnúpverjahreppi sem komu með kaffimeðlætið góða var Hrafnhildur Ágústdsdóttir. Rice Krispies kökur eiga alltaf við og eru borðaðar upp til agna

Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífsstílskaffi, fyrirlestur í Gerðubergi í kvöld kl 20. Af heimasíðu Gerðubergs:  „Matseld, veislur, borðsiðir og kurteisi eru Albert Eiríkssyni hugleikin, en hann er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir. Á lífsstílskaffi marsmánaðar segir Albert frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður farið yfir undirbúning og skipulagningu á veislum og nokkra helstu borðsiðina.

Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins,alberteldar.com. Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik."

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.