Mangó chutney

Mangó chutney
Mangó chutney

Mangó chutney

Mangó chutney mun vera komið frá Indlandi og Suður-Asíu, ætli útgáfurnar séu ekki uþb óteljandi. Mangó chutneyið með græna miðanum sem fæst í búðum er helst til of sætt fyrir minn smekk – það er ekki svo mikið mál að útbúa mangó chutney. Stundum set ég mangó chutney ofan á lax og baka í ofni.  Það er alltaf gaman að koma færandi hendi með eitthvað matarkyns sem fólk hefur útbúið sjálf. Mangó chutney er kjörið til slíks.

MANGÓMANGÓ CHUTNEYINDLAND

.

Mangó chutney

1 laukur
2-3 msk góð matarolía
1 vel þroskað mangó
1 tsk kanill
1 tsk cumin
1 tsk kóriander
1/2 tsk kardimommur
1/3 tsk múskat
1 msk rifið engifer
chili
1 hvítlauksrif
1/2 b sykur
1/3 b edik
1/2 b vatn
1 tsk salt

Skerið laukinn og léttsteikið í olíunni. Skerið mangóið frekar smátt, bætið útí ásamt kryddinu, edikinu og vatninu. Látið sjóða í 30-40 mín. Látið kólna aðeins, setjið þá í glerkrukkur og lokið strax. Geymið í ísskáp.

MANGÓMANGÓ CHUTNEYINDLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...