Milljónkalóríukaka

Milljónkalóríukaka þorbjörg

Milljónkaloríu-kakan. Á lokakvöldi Dale Carnegie komu þátttakendur með kaffimeðlæti, sem þau settu á hlaðborð og buðu gestum til veislu – tilvalið þegar slá skal upp veislu, auðvelt og síðast en ekki síst: allir bjóða öllum. Þorbjörg kom með þessa köku en fleiri uppskriftir eiga eftir að birtast hér. Stundum á maður að leyfa sér, látið nafnið á kökunni ekki fæla ykkur frá (þið fáu sem enn teljið hitaeiningarnar)

Ef kakan er bökuð í ofnskúffu þarf tvöfalda uppskrift. Ofnhitinn er 175°C og botninn er fyrst hálfbakaður í 10-15 mín, síðan eru hneturnar og karamellusósan sett á og bakað í 10-15 mín í viðbót. Gróft söxuðu súkkulaði er að lokum stráð yfir kkun strax og búið er að taka hana úr ofninum.

Deigið

4-5 msk smjör (ca 65 g)

100 g suðusúkkulaði (70% Síríus)

3 egg

3 dl hrásykur

1,5 dl spelt

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaðið og smjörið. Þeytið eggin mjög vel og bætið þá sykrinum út í, hrært vel. Þurrefnunum bætt úr í og síðast brædda súkkulaðsmjörinu og vanilludropunum. Bakað í 10-15  mín.

 

Karamellusósan

4 msk smjör

1 dl dökkur púðursykur

2 msk rjómi

smá salt

Undir sósuna 1,5 dl pecanhnetur

Smjör og sykur hitað að suðu og haldið rétt við suðumark í 1 mín, hrært stöðugt í á meðan. Kælt dálítið áður en rjómanum er hrært saman við. Stráið pecanhnetum yfir hálfbakaðan botninn og hellið svo karamellusósunni yfir. Bakað áfram í 10-15 mínútur.

 

Ofan á:

150 g suðusúkkulaði, saxað gróft og stráð yfir heita kökuna.

Rjómi með – Ummmmmm.

Kakan er líka mjög góð frosin – eins og góður súkkulaðibitiJ

Njótið!!!!!!!!!!!!!

Milljónkalóríukaka Dale Carnegie

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.