Milljónkaloríu-kakan. Á lokakvöldi Dale Carnegie komu þátttakendur með kaffimeðlæti, sem þau settu á hlaðborð og buðu gestum til veislu – tilvalið þegar slá skal upp veislu, auðvelt og síðast en ekki síst: allir bjóða öllum. Þorbjörg kom með þessa köku en fleiri uppskriftir eiga eftir að birtast hér. Stundum á maður að leyfa sér, látið nafnið á kökunni ekki fæla ykkur frá (þið fáu sem enn teljið hitaeiningarnar)
Ef kakan er bökuð í ofnskúffu þarf tvöfalda uppskrift. Ofnhitinn er 175°C og botninn er fyrst hálfbakaður í 10-15 mín, síðan eru hneturnar og karamellusósan sett á og bakað í 10-15 mín í viðbót. Gróft söxuðu súkkulaði er að lokum stráð yfir kkun strax og búið er að taka hana úr ofninum.
Deigið
4-5 msk smjör (ca 65 g)
100 g suðusúkkulaði (70% Síríus)
3 egg
3 dl hrásykur
1,5 dl spelt
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
Bræðið súkkulaðið og smjörið. Þeytið eggin mjög vel og bætið þá sykrinum út í, hrært vel. Þurrefnunum bætt úr í og síðast brædda súkkulaðsmjörinu og vanilludropunum. Bakað í 10-15 mín.
Karamellusósan
4 msk smjör
1 dl dökkur púðursykur
2 msk rjómi
smá salt
Undir sósuna 1,5 dl pecanhnetur
Smjör og sykur hitað að suðu og haldið rétt við suðumark í 1 mín, hrært stöðugt í á meðan. Kælt dálítið áður en rjómanum er hrært saman við. Stráið pecanhnetum yfir hálfbakaðan botninn og hellið svo karamellusósunni yfir. Bakað áfram í 10-15 mínútur.
Ofan á:
150 g suðusúkkulaði, saxað gróft og stráð yfir heita kökuna.
Rjómi með – Ummmmmm.
Kakan er líka mjög góð frosin – eins og góður súkkulaðibitiJ
Njótið!!!!!!!!!!!!!