Milljónkalóríukaka

Milljónkalóríukaka þorbjörg

Milljónkaloríu-kakan. Á lokakvöldi Dale Carnegie komu þátttakendur með kaffimeðlæti, sem þau settu á hlaðborð og buðu gestum til veislu – tilvalið þegar slá skal upp veislu, auðvelt og síðast en ekki síst: allir bjóða öllum. Þorbjörg kom með þessa köku en fleiri uppskriftir eiga eftir að birtast hér. Stundum á maður að leyfa sér, látið nafnið á kökunni ekki fæla ykkur frá (þið fáu sem enn teljið hitaeiningarnar)

Ef kakan er bökuð í ofnskúffu þarf tvöfalda uppskrift. Ofnhitinn er 175°C og botninn er fyrst hálfbakaður í 10-15 mín, síðan eru hneturnar og karamellusósan sett á og bakað í 10-15 mín í viðbót. Gróft söxuðu súkkulaði er að lokum stráð yfir kkun strax og búið er að taka hana úr ofninum.

Deigið

4-5 msk smjör (ca 65 g)

100 g suðusúkkulaði (70% Síríus)

3 egg

3 dl hrásykur

1,5 dl spelt

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaðið og smjörið. Þeytið eggin mjög vel og bætið þá sykrinum út í, hrært vel. Þurrefnunum bætt úr í og síðast brædda súkkulaðsmjörinu og vanilludropunum. Bakað í 10-15  mín.

 

Karamellusósan

4 msk smjör

1 dl dökkur púðursykur

2 msk rjómi

smá salt

Undir sósuna 1,5 dl pecanhnetur

Smjör og sykur hitað að suðu og haldið rétt við suðumark í 1 mín, hrært stöðugt í á meðan. Kælt dálítið áður en rjómanum er hrært saman við. Stráið pecanhnetum yfir hálfbakaðan botninn og hellið svo karamellusósunni yfir. Bakað áfram í 10-15 mínútur.

 

Ofan á:

150 g suðusúkkulaði, saxað gróft og stráð yfir heita kökuna.

Rjómi með – Ummmmmm.

Kakan er líka mjög góð frosin – eins og góður súkkulaðibitiJ

Njótið!!!!!!!!!!!!!

Milljónkalóríukaka Dale Carnegie

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðlubrauð með apríkósum

Döðlubrauð með apríkósum. Í sunnudagsbíltúr fyrir skömmu var komið við hjá Stínu Ben og Gunna Ben. Eins og oft áður hjá þeim hjónum sá vart í borðið fyrir heimabökuðu kaffimeðlæti. Þetta döðlubrauð með apríkósum bragðaðist einstaklega vel með nettri smjörklípu á.

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Tante Anne – Det er dejligt

Tante Anne. Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum