Aflakló – verðlaunasmákökur

Aflakló – verðlaunasmákökur

Aflakló. Þessar hollu smákökur urðu í 2. sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax í ár. Þær eru bæði hollar og mjög góðar. Bökum fyrir jólin

Aflakló

3 msk sólblómafræ

3 msk graskersfræ

35 g gróft haframjöl

35 g fínt haframjöl

35 g kókosmjöl

35 g kókosflögur

1/2 tsk matarsódi

12 döðlur

150 g nóa síríus súkkulaði, 56%, saxað

3 msk hörfræolía

100 g kornax hveiti

3 eggjahvítur

Ofan á:

35 g marsípan

3 döðlur

Hitið ofninn í 160° Setjið sólblómafræ, graskersfræ og gróft haframjöl í matvinnsluvél og malið gróft. Bætið fínu haframjöli, kókosmjöli, kókosflögum og sódadufti út í og malið aðeins saman. Saxið döðlur og bætið út í ásamt súkkulaði, hörfræolíunni og hveitinu. Blandið saman á hægri stillingu. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í skál. Hnoðið litlar kúlur, gerið holu í hverja köku með því að stinga sleif í miðjuna, Raðið kökunum á ofnplötu og bakið þár í 12 mín. Mótið litlar kúlur úr marsípani og stingið í lautina á kökunum. Skerið döðlur í ræmur og skreytið kökurnar með þeim

Aflakló – verðlaunasmákökur smákökusamkeppi

Kökublað Gestgjafans 2012, 2 sæti í smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016