Auglýsing

Aflakló – verðlaunasmákökur

Aflakló. Þessar hollu smákökur urðu í 2. sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax í ár. Þær eru bæði hollar og mjög góðar. Bökum fyrir jólin

Auglýsing

Aflakló

3 msk sólblómafræ

3 msk graskersfræ

35 g gróft haframjöl

35 g fínt haframjöl

35 g kókosmjöl

35 g kókosflögur

1/2 tsk matarsódi

12 döðlur

150 g nóa síríus súkkulaði, 56%, saxað

3 msk hörfræolía

100 g kornax hveiti

3 eggjahvítur

Ofan á:

35 g marsípan

3 döðlur

Hitið ofninn í 160° Setjið sólblómafræ, graskersfræ og gróft haframjöl í matvinnsluvél og malið gróft. Bætið fínu haframjöli, kókosmjöli, kókosflögum og sódadufti út í og malið aðeins saman. Saxið döðlur og bætið út í ásamt súkkulaði, hörfræolíunni og hveitinu. Blandið saman á hægri stillingu. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í skál. Hnoðið litlar kúlur, gerið holu í hverja köku með því að stinga sleif í miðjuna, Raðið kökunum á ofnplötu og bakið þár í 12 mín. Mótið litlar kúlur úr marsípani og stingið í lautina á kökunum. Skerið döðlur í ræmur og skreytið kökurnar með þeim

Aflakló – verðlaunasmákökur smákökusamkeppi

Kökublað Gestgjafans 2012, 2 sæti í smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans.