Aflakló – verðlaunasmákökur

Aflakló – verðlaunasmákökur

Aflakló. Þessar hollu smákökur urðu í 2. sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax í ár. Þær eru bæði hollar og mjög góðar. Bökum fyrir jólin

Aflakló

3 msk sólblómafræ

3 msk graskersfræ

35 g gróft haframjöl

35 g fínt haframjöl

35 g kókosmjöl

35 g kókosflögur

1/2 tsk matarsódi

12 döðlur

150 g nóa síríus súkkulaði, 56%, saxað

3 msk hörfræolía

100 g kornax hveiti

3 eggjahvítur

Ofan á:

35 g marsípan

3 döðlur

Hitið ofninn í 160° Setjið sólblómafræ, graskersfræ og gróft haframjöl í matvinnsluvél og malið gróft. Bætið fínu haframjöli, kókosmjöli, kókosflögum og sódadufti út í og malið aðeins saman. Saxið döðlur og bætið út í ásamt súkkulaði, hörfræolíunni og hveitinu. Blandið saman á hægri stillingu. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í skál. Hnoðið litlar kúlur, gerið holu í hverja köku með því að stinga sleif í miðjuna, Raðið kökunum á ofnplötu og bakið þár í 12 mín. Mótið litlar kúlur úr marsípani og stingið í lautina á kökunum. Skerið döðlur í ræmur og skreytið kökurnar með þeim

Aflakló – verðlaunasmákökur smákökusamkeppi

Kökublað Gestgjafans 2012, 2 sæti í smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Vanillu extrakt

Vanillu extract ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract. Þetta er frekar þægilegt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir.

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.