Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín nigella
Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín

Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Steiktar kartöflur með rósmarín

1,5 kg kartöflur

2 heilir hvítlaukar

2 tsk rósmarín, fínt saxað

150 ml ólífuolía

grænt salat

Skerið kartöflurnar í bita og látið í ofnskúffu. Takið hvítlaukinn í geira (en afhýðið ekki), blandið honum saman við kartöflurnar ásamt rósmaríninu. Dreifið olíunni yfir og bakið í 220°  heitum ofni í um klst. eða þangað til kartöflurnar eru gagnum steiktar og fallega gylltar

Saxið grænmetið og látið á diska, setjið kartöflurnar yfir.

Steiktar kartöflur með rósmarín
Steiktar kartöflur með rósmarín
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu" segir Eyjapilturinn Bergþór

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður. Apótekið hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, fyrsta flokks matur, þjónusta, staðsetning og ekki síst yndislegur viðarkolailmurinn af og til úr eldhúsinu, og úr verður andrúmsloft þar sem manni líður vel og vill helst dvelja lengi. Það var því spennandi að vita hvort ítalska ævintýrið stæði undir væntingum.

Fyrri færsla
Næsta færsla