Indverskt mangósalat

Indverskt mangósalat Indland mangó salat

Indverskt mangósalat. Einhver hafði á orði að að mangó væri þjóðarávöxtur Indverja, en þeir framleiða um 40% af öllu mangói í heiminum. Talið er að yfir eitt þúsund tegundir af mangói séu til. Það er ágætt að kaupa mangóið og lárperuna nokkrum dögum áður og láta það þroskast, t.d. í eldhússglugganum.

Indverskt mangósalat

grænt salat (notaði aðallega grænkál)

2 stór mangó

1 gúrka

1 rauðlaukur

1 stórt avókadó

2 msk góð olía

3 msk sítrónusafi

3 tsk eplaedik

1/2 b saxað kóriander

chili

1 msk masala krydd

1 hvítlauksrif, fínt saxað

salt og pipar

Skerið salatið gróft og setjið í skál, skerið niður mangó, gúrku og rauðlauk og bætið saman við. Blandið við olíu, sítrónusafa, ediki og kryddi. Látið standa í amk klst áður en þetta er borðað.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi. Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa. Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.

Gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.