Indverskt mangósalat

Indverskt mangósalat Indland mangó salat

Indverskt mangósalat. Einhver hafði á orði að að mangó væri þjóðarávöxtur Indverja, en þeir framleiða um 40% af öllu mangói í heiminum. Talið er að yfir eitt þúsund tegundir af mangói séu til. Það er ágætt að kaupa mangóið og lárperuna nokkrum dögum áður og láta það þroskast, t.d. í eldhússglugganum.

Indverskt mangósalat

grænt salat (notaði aðallega grænkál)

2 stór mangó

1 gúrka

1 rauðlaukur

1 stórt avókadó

2 msk góð olía

3 msk sítrónusafi

3 tsk eplaedik

1/2 b saxað kóriander

chili

1 msk masala krydd

1 hvítlauksrif, fínt saxað

salt og pipar

Skerið salatið gróft og setjið í skál, skerið niður mangó, gúrku og rauðlauk og bætið saman við. Blandið við olíu, sítrónusafa, ediki og kryddi. Látið standa í amk klst áður en þetta er borðað.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tilbreyting á matnum á tyllidögum

Allar húsmæður ættu að gjöra sér far um tilbreytingu á matnum. Á tyllidögum skal ætið gjöra breytingu til hins betra til að gæða fólkinu í munni.
-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916