Auglýsing
hvítlaukssveppir steiktir
Steiktir hvítlaukssveppir

Steiktir hvítlaukssveppir. Þessi spænska tapas-uppskrift er ótrúlega fljótlegur réttur sem fer vel í maga. Ekki fylgir sögunni hvort þessi réttur tilheyrir ákveðnu landssvæði á Spáni – gildir einu. Ef sveppirnir eru litlir þarf ekki að skera þá niður.

Steiktir hvítlaukssveppir

Auglýsing

4 msk ólífuolía

250 g sveppir, í sneiðum eða skornir í fernt

salt og svartur pipar

4 hvítlauksrif, söxuð

1/4 tsk chili

1 tsk paprika

2 msk sérrý

1 1/2 msk sítrónusafi

3 msk söxuð steinselja.

Hitið olíuna á pönnu og steikið sveppina í um 2 mín., kryddið með salti og pipar. bætið við hvítlauk, chili og papriku og veltið áfram á pönnunni. Bætið þá við sérríi og sítrónusafa. Látið malla á vægum hita í nokkrar mínútur þangað til mesti vökvinn er gufaður upp. Stráið steinselju yfir og berið fram með eða á ristuðu brauði.