Steiktir hvítlaukssveppir

hvítlaukssveppir steiktir
Steiktir hvítlaukssveppir

Steiktir hvítlaukssveppir. Þessi spænska tapas-uppskrift er ótrúlega fljótlegur réttur sem fer vel í maga. Ekki fylgir sögunni hvort þessi réttur tilheyrir ákveðnu landssvæði á Spáni – gildir einu. Ef sveppirnir eru litlir þarf ekki að skera þá niður.

Steiktir hvítlaukssveppir

4 msk ólífuolía

250 g sveppir, í sneiðum eða skornir í fernt

salt og svartur pipar

4 hvítlauksrif, söxuð

1/4 tsk chili

1 tsk paprika

2 msk sérrý

1 1/2 msk sítrónusafi

3 msk söxuð steinselja.

Hitið olíuna á pönnu og steikið sveppina í um 2 mín., kryddið með salti og pipar. bætið við hvítlauk, chili og papriku og veltið áfram á pönnunni. Bætið þá við sérríi og sítrónusafa. Látið malla á vægum hita í nokkrar mínútur þangað til mesti vökvinn er gufaður upp. Stráið steinselju yfir og berið fram með eða á ristuðu brauði.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ilmvatn er dásamlegt í hófi en alls ekki í óhófi

Ilmvötn eru bæði herra- og dömuilmir. Við nútímafólkið erum lyktarviðkvæmari en kynslóðin á undan okkur. Víða í kringum okkur er fólk sem sparar ekki við sig ilmvatnið, Oftast tökum við ekki eftir slíku, ekki fyrr en ilmurinn fer að pirra okkur. Hver á ekki minningu um gamla frænku sem spreyjaði sig hátt og lágt áður en hún fór á mannamót eða þá karlmennina sem notuðu aðeins of mikið af Old Spice.

Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum IMG_1536

Sítrónubaka með ferskum berjum. Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans - starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta. Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar.